Flýtilyklar
Fréttir
Handverkshátíðarvinna
Samstarfssamningur við Olís
Dósagámurinn okkar á Hrafnagili
Útkall F2 í Litla-Garð
Útileguskemmtunarvinnuhelgi ;)
Almennur fundur
Annaðkvöld, sunnudagskvöld kl 20:30 verður sumarfundurinn okkar haldinn í Bangsabúð. Það er ýmislegt á dagskrá, meðal annars.
- Farið yfir starfið síðustu 2 mánuði, útköll og vinna.
- Nýr vatnabjörgunarbúnaður kynntur
- Nýr kortagrunnur frá LMÍ kynntur.
- Handverkshátíð og skipulag fyrir hana.
- Cruiserinn til sýnis í kaffipásu og sá búnaður sem er búinn að bætast í hann.
- Dalbjargarútilega með skemmtilegum þrautum og óvæntum verðlaunum.
- Önnur mál.
Mikilvægt að menn sæki þennan fund. Kv. Stjórnin.
Gæsla á tjaldsvæði
Fyrri vaktin á fimmtudag byrjar kl 20:00 og stendur til miðnættis og þá byrjar seinni vaktin sem yrði svo fram á nótt. Vaktirnar á föstudag og laugardag byrja kl 23:00.
Þeir sem hafa áhuga og geta tekið að sér vaktir endilega hafið samband við Gullu í síma 8699380 eða 8645792 eða skráið ykkur hérna í athugasemdir. Reiknað er með að 2 séu á vakt í einu þannig að um að gera að para sig saman og skrá sig ;).
Ferð í Sandbúðir
Útkall F2
Þýski ferðamaðurinn sem saknað var og leitað var að í nótt hafði samband við Neyðarlínuna nú rétt fyrir
hádeigi og bað um aðstoð.
Hann gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um staðsetningu sína en einhverjar þó, auk þess sem hægt var að miða út
grófa staðsetningu út frá símasendum á svæðinu.
Hjálparsveitin Dalbjörg er lögð af stað á tveimur bílum upp Kerhólsöxl auk þess sem sleðar Dalbjargar héldu af stað
ásamt sleðum Súlna upp Vatnahjalla í Eyjafjarðardal. Að auki er Flugbjörgunarsveitin á Hellu á leið upp Kvíslaveituveg á
jeppum og sleðum.
Útkall F3
Eftirgrennslan eftir þýskum ferðamanni sem saknað er og talinn er vera staddur norðan Vatnajökuls bar engan árangur í nótt. Vélsleðamenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, Hjálparsveitinni Dalbjörg í Eyjafirði og Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri fóru upp úr miðnætti og könnuðu alla skála á leiðinni í Nýjadal á því svæði sem síðast heyrðist til mannsins.