Flýtilyklar
Fréttir
Fundur í kvöld
Við ætlum að ræða opinn dag þann 5. mars og fleira skemmtilegt.
Íþróttasalurinn í kvöld.
Mikið um að vera næstu helgi..
Næstu helgi er mikið um að vera og þá sérstaklega laugardaginn 12. febrúar. Vetrarsportsýningin Éljagangur verður haldin í Boganum um helgina og líkt og í fyrra munum við aðstoða Ey-LÍV við hana. Við verðum með næturgæslu á föstudagskvöld (Kjartan og Anton kl. 00-08) og laugardagskvöld (Bubbi og Viðar).
Tækjamót!
Glæsilegur bíll
Við fréttum af því í gær að nýji bíllinn okkar hefði verið í fyrsta prufuakstur við Laugafell, vefurinn sendi ljósmyndara á staðinn sem náði þessari mynd af Hlyn og Inga með gripinn sem þeir hafa unnið að undanfarið.
Verð að segja.. "vel gert"
Almennur fundur.
Á sunnudaginn er fundur í Bangsabúð kl 20:30, húsið opnar kl 20. Á fundinum verður farið yfir dagskrá febrúars ásamt fleiru td. Tækjamót, keilukvöld, námskeið jeppaferð og fl.
Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Styrkur til Dalbjargar
Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir þetta flotta framtak.
Útkall í Glerárdal
Sleðaflokkur Dalbjargar var kallaður út rétt fyrir kl. 16:00 í gær vegna slyss inn á Glerárdal. Þar hafði maður ekið fram af hengju á snjósleða og slasast við fallið. Tveir menn frá Dalbjörg fóru á staðinn til aðstoðar auk sleðadeildar Súlna og margra einkaaðila. Þyrla Landhelgisgæslunar sótti manninn sem var á mjög erfiðum stað með tilliti til flutnings. Hann var fluttur á FSA og dvaldi þar í nótt. Meiðsl hans reyndust ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu.
Fréttir af starfinu
Núna um helgina fóru Halli, Anton og Kjartan í æfinga ferð á Dalbjörg 2 upp í Réttartorfu og svæðið þar inn af. Gistu þeir eina nótt og komu heim heim í gærkvöldi.
Pétur og Viðar fóru í æfingaferð í gær á sleðunum. Ákveðið var að taka Glerárdalshringinn, upp á bakvið Hlíðarfjall og þar fram í Lamba og síðan Glerárdalinn til baka. Samtals 60 km.