Flýtilyklar
Fréttir
Vantar mannskap í sölu!
Fundur hjá sleðaflokki
Næstkomandi fimmtudagskvöld kl 20:30. verður fundur hjá sleðaflokki í bilinu hjá Bubba (Goðanesi). Þeir sem ætla að starfa með sleðadeildinni í vetur verða að mæta eða láta Bubba og/eða Smára vita. Meðal efnis á fundinum er ökumannalisti, umsjónarmenn sleðadeildar, plan fyrir veturinn ofl.
Kveðja Bubbi og Smári
Peysurnar mættar í hús
Þá eru peysurnar mætta í hús og við ætlum að hittast í Félagsborg á mánudagskvöldið kl 20 og útdeila þeim. Að auki verður farið yfir reykskynjara og neyðarkallssöluna á fundinum en salan byrjar á fimmtudag.
Allir að mæta og sækja peysuna sína
Sala á Neyðarkalli og reykskynjarayfirferð
Við viljum hvetja fólk til að taka vel á móti okkar fólki og styrkja öfluga hjálparsveit í heimabyggð.
Kveðja Hjálparsveitin Dalbjörg
Uppskeruhátíð félaga í Eyjafjarðarsveit
Miðapantanir í síma 846-2090 Kristín, eða á netfangið; merkigil10@simnet.is, fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 19. október. Miðinn kostar aðeins 2.500 kr. á manninn. Stuðsveitin; Í sjöundahimni, leikur fyrir dansi.
Höfum gaman saman, koma svo.
KvenBúnaðarHjálparfélagið SamFuni
Góð æfing í gærkvöldi
Í gærkvöldi héldum við æfingu fram við Bangsabúð. Elmar og Pétur voru búnir að setja upp þrjú verkefni
og reyndu þau mismikið á þátttakendurna, s..s. í fyrstu hjálp og GPS kunnáttu. Það voru 19 manns frá Dalbjörg og
Tý sem tóku þátt í æfingunni auk tveggja í svæðisstjórn.
Við viljum þakka öllum þeim sem mættu fyrir góða æfingu.
Kveðja Pétur og Elmar
Dalbjargaræfing á miðvikudag.
Nú er komið að Dalbjargaræfingunni og er hún fyrir alla félaga okkar auk þess að Týs mönnum er boðið að vera með. Elmar og Pétur sjá um að skipuleggja æfinguna sem verður í byrjun næstuviku (mán, þri eða mið).
Viðurkenning til félagsmanna
Þá er komið að viðurkenningu til félaga okkar fyrir góð störf með björgunarsveitinni á þessu ári. Við erum búin að setja á list eftirtalda einstaklinga og höfðum við til viðmiðunar eftir talið. Að hafa tekið þátt í allavega þremur fjáröflunum og/eða unnið í tækjum sveitarinnar auk þess að hafa mætt á fund á þessu ári.
Almennur fundur
Námskeið og fjarnám
Þeir sem mættu á síðasta fund fengu kynningu á nýju námskerfi Björgunarskólans og er það gjörbreytt. Það mun
nýtast okkur sérstaklega vel þar sem að nú er meðal annars hægt að taka þrjú námskeið úr "Björgunarmanni 1"
alfarið í fjarnámi á netinu.
Björgunarmaður í aðgerðum verður kennt í fjarnámi núna í haust og byrjar 27. sept. Einnig hefst námskeiðið Rötun í
fjarnámi í dag. Nauðsynlegt er að skrá sig fljótlega. Við viljum hvetja alla sem eiga þessi námskeið eftir til að skrá
sig á þau, því þau eru hluti af "4 námskeiðunum" til að komast á heildarútkallslistann hjá okkur.