• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Frá fjölskyldudeginum - úr safni Jóa Jak.

Fjölskyldudagurinn

Fjölskyldudagurinn heppnaðist vel í alla staði. Um 40-50 manns mættu upp á Víkurskarð í fínu veðri og sást meira að segja til sólar part úr degi.
Lesa meira

Ný stjórn

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í gær. Kosnir voru formaður, sérstakri kosningu, og síðan þrír stjórnarmenn. Eftir fundinn sagði gjaldkeri sveitarinnar af sér, þannig að fyrsti varamaður gekk inn í stjórn. Er hún sem hér segir:

  • Pétur Róbert Tryggvason, formaður
  • Viðar Garðarsson
  • Eiður Jónsson
  • Ragnar Jónsson
  • Jóhannes Jakobsson
Hinir nýju stjórnarmenn hittast von bráðar á sínum fyrsta stjórnarfundi og munu þá skipta með sér verkum.
Lesa meira
Ekki verra að taka einn svona með...

Fjölskyldudagur Dalbjargar 2010

Nú er komið að hinum árlega fjölskyldudegi Dalbjargar. Hann verður haldinn næsta sunnudag, þann 18. apríl uppi á Víkurskarði.
Lesa meira

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2010

Aðalfundur Dalbjargar verður haldinn í Sólgarði, fimmtudaginn 15. apríl kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.


Lesa meira
Eldgosið á páskadag

Skoðunarferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi

Nú eru Dalbjargarmenn að hugsa um að fylgja tískunni og gera sér ferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Ekki viljum við vera eina fólkið á landinu sem ekki sér þetta mikilfenglega gos!
Lesa meira

Útkall á Akureyri

Hjálparsveitin Dalbjörg var kölluð út ásamt Björgunarsveitinni á Dalvík kl. 01:00 aðfaranótt föstudags. Þá var þegar búið að kalla út Súlur, björgunarsveitina á Akureyri.
Lesa meira

Dalbjargarferðin mikla

Um næstu helgi, 26.-28. mars verður Dalbjargarferðin mikla farin. Nú hefur verið ákveðið að fara upp í Réttartorfu ásamt 4x4 klúbbnum og þaðan til að skoða Geysisflakið.
Lesa meira

Maður sóttur í Laugarfell

Miðvikudagskvöldið 17. mars fékk Hjálparsveitin Dalbjörg beiðni um að sækja mann upp í Laugarfell. Hann var í gönguhóp sem átti leið um svæðið, en hafði orðið fyrir því óhappi að detta og fara úr axlarlið við fallið. Þar sem hann var við góðar aðstæður í Laugarfelli var tekin ákvörðun um að sækja hann morguninn eftir, en gönguhópurinn hélt áfram sína leið. Farið var á báðum bílum sveitarinnar með 4 menn og ferðin gekk vel.
Lesa meira
Mynd úr haustferð Dalbjargar 2008

Dalbjargarferð!

Eins og flestir vita var áætlað að samtvinna Dalbjargarferðina við Tækjamót Landsbjargar. Nú er komið í ljós að Tækjamótið verður ekki haldið, en við höldum þó ótrauð áfram og ætlum okkur í skemmtilega ferð helgina 26.-28. mars.
Lesa meira
Binni á Lambárskarði

Sleðadeildir keyra

Þar sem að hætt var við að renna suður í Hvanngil um þessa helgi hefur Kári á Dalvík boðist til að lóðsa sleðadeildir um túnfótinn hans. Sunnudagurinn er líklegastur upp á veðurspá, þannig að ferðatilhögun ræðst af því. Þeir sem vilja drífa sig með ættu að heyra í Kára í síma 823-3722 (á morgun).
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is