• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Blaðið komið á netið.

Dalbjargarblaðið 2009

Þá er blaðið komið út, stærra og auðvitað flottara með hverju árinu. Það er verið að dreifa blaðinu þessa dagana og verður því lokið fyrir áramótin. Ef þið smellið HÉR þá þá geti þið lesið net útgáfuna af blaðinu.

Kveðja Ritstjórnin

Lesa meira
Það náðist óskýr mynd af einum ökumanninum

Sleðamenn í vandræðum

Seinnipartinn í dag fóru Smári og Valgeir á  “Dalbjörg 2” að aðstoða sleðamenn sem voru að vandræðast á Eyjafjarðará við Torfur.

Lesa meira

Gleðileg jól

Við viljum óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum liðnar stundir á árinu og hlökkum til að halda áfram okkar öfluga starfi á nýju ári.

Jólakveðja,
stjórnin.
Lesa meira
Blaðið okkar

Mikið um að vera á næstunni

Þá er blaðið klárt í prentun. Það er bæði stærra og glæsilegra en í fyrra og vonandi verður hægt að sækja það á morgun. Í kvöld verður lögð lokahönd á vinnuna vegna blaðsins.

Lesa meira

Aðstoðarbeiðni

Laust eftir hádegi í gær fékk Eiður formaður símtal frá lögreglu um að bíll væri fastur við eyðibýlið Háls í Eyjafjarðarsveit. Hlynur og Víðir héldu af stað á Dalbjörg 2 og losuðu bílinn. Þarna var á ferð fólk sem er með skógræktarreit á Hálsi og var að höggva jólatré, en voru svo óheppin að festa bílinn sinn. Björgunarmennirnir fengu auðvitað bestu þakkir fyrir. 
Lesa meira

Vinnukvöld hjá sleðahóp

Þá er komið að vinnukvöldi hjá sleðahóp. Við ætlum að mæta í iðnaðarbilið hjá Bubba og Halla kl. 20:30 á fimmtudagskvöldið. Þar ætlum við að lagfæra sleðakerruna og síðan verður stuttur fundur á eftir um sleðahópinn og nýju sleðana sem eru væntanlegir. Þeir sem stefna á að vera í sleðahóp í vetur verða að mæta og/eða láta Pétur eða Smára vita.

Umsjónarmenn.

Lesa meira
Jóhann að græja sig í sig...

Klifurhópur

Núna ætlum við að smala saman mönnum til að mæta á æfingar með okkur í sigi, klifri og annarri spottabjörgun. Við stefnum á að vera með stuttar æfingar tvö sunnudagskvöld í mánuði.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með okkur í fjallabjörgunarhóp eru beðnir að skrá sig hér í athugasemdum við fréttina.

Kveðja Pétur og Smári.

Lesa meira
Námskeið í gærkvöldi

Námskeið í gærkvöldi

Í gærkvöldi var námskeiðið "Vélsleðamaður 1" haldið í Súluhúsinu á Akureyri. Yfirleiðbeinandi björgunarskólans í vélsleðamálum, Gílsi Páll Hannesson úr Kyndli í Mosfellsbæ sá um námskeiðið.

Lesa meira

Fundur á sunnudagskvöldið

Það verður haldinn almennur fundur í Bangsabúð núna á sunnudagskvöldið, 6. nóvember. Öll skil á efni í blaðið verða að vera í síðasta lagi á fundinum og svo verður rætt um flugeldasöluna okkar og margt fleira. Vonumst til að sjá sem flesta !
Lesa meira
Nýju sleðarnir.

Námskeið Vélsleðamaður 1

Föstudaginn 4. des verður haldið námskeiðið vélsleðamaður 1 í H-12 og hefst kl. 20:00.  Leiðbeinandi verður Gísli Páll Hannesson

Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is