• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Óvissudagurinn og Leyningshólagrill

Óvissudagurinn og Leyningshólagrill

Jæja þá erum við hér sveitt á enn einum fundinum ;). Það lýtur út fyrir að þessi dagur verði ÓGLEYMANLEGUR í alla staði ;). Síminn hefur ekki stoppað hjá Fanney og Gullu og ef fram fer sem horfir verður þröngt um manninn á Leyningshólum þessa helgi ;). en þröngt mega sáttir sitja, eta, syngja og kúra ;). Á boðstólnum þetta kvöldið verður svínakjöt og meðlæti.
Óvissudagurinn hefst að hádegi laugardagsins í Leyningshólum og er áætlað að dagskrá hans tæmist um 5 leytið og gefst fólki þá tími til að taka sig til fyrir kvöldið ;). Kvöldvakan hefst með tilheyrandi dagskrá 19:30 mun hún standa frameftir morgni. Enþá eru nokkur sæti laus!! ;).  
Endilega allir að skrá sig hér að neðan eða Gulla 8699380    Fanney 8479828
ef eitthvað vefst fyrir ykkur þá má bara endilega hringja í okkur ;)
Líf og Fjör ;)

Sumarnefndin ;)
Lesa meira

Óvissudagur + Leyningshólar :)

Sumarnefndin fékk þá snilldarhugmynd að slá saman hinum gríðarlega óvissudegi og hinni geysi skemmtilegu Leyningshólaútilegu..... ;)
Laugardaginn 18 júlí ætlum við að byrja geimið og mun það ekki taka enda fyrr en á sunnudagsmorgun. Einnig er spurning um að mæta í Leyningshóla og föstudagskvöldið, tjalda, koma sér fyrir og eiga gott kvöld saman fyrir átökin ;). endilega kommentið á það.
Það væri gott að fá skráningu og hefst hún hér með í kommentunum og stendur yfir til miðvikudagsins 15 júlí.
Nánari dagskrá auglýst síðar ;)

Frábæra Sumarnefndin ;)
Lesa meira

Fjallganga

Fjallgöngunni verður frestað vegna girðingarvinnu.  Það verða allir að mæta þangað því þetta er skemmtileg vinna sem skiptir sveitina miklu máli. 

Kveðja sumarnefndin.
Lesa meira
Girðingavinna

Girðingavinna

Nú er komið að því! Við ætlum í girðingavinnu í sveitinni okkar góðu á þriðjudag og fimmtudag í þessari viku. Þetta er auðveld og skemmtileg fjáröflun og hvetjum við alla sem hamri og nagla geta valdið að drífa sig og hitta félagana.

Frekari upplýsingar gefur Eiður formaður og endilega látið líka vita ef þið getið ekki mætt.

Lesa meira

Vaktir á Bíladögum

Hérna eru vaktirnar sem verða um helgina og eru þær frá 6-11 og 11 þangað til allt er orðið rólegt
Það vantar enn á seinustu vaktina á laugardag, þannig að hafið samband ef þið komist.

 

 Vaktir

Fimmtudag

Föstudag

Laugardag

6-11 

Marsibil/Tobba

Gulla/ Jóhann

Fanney/Helga

11-?

Eysteinn/Sigrún/Pétur K

Hafdís/Hermann/Jón

Vantar á vakt



(p.s) Klifur og sig í Munka fellur niður vegna bíladaga. 
Kveðja Hermann
Lesa meira

Gæsla á Bíladögum

Þá er komið að okkar árlegu gæslu á Hrafnagili vegna Bíladaga. Hún verður þægilegri en var í fyrra en alltaf jafn skemmtileg og gefandi. Það eru nokkrir búnir að skrá sig en það þarf nokkra í viðbót. Þeir sem geta verið einhverjar vaktir endilega látið mig vita því þetta er mjög skemmtilegt og auðveld fjáröflun fyrir sveitina. 

Skráning hérna á síðunni eða hjá mér í síma 8678586.

Kv. Hermann 
Lesa meira

Fundur næsta sunnudag

Það verður "auka síðasti fundur" vetrarins næsta sunnudag. Hann verður í Bangsabúð að venju kl. 20:30 og við ætlum að ræða um fjáraflanir sumarsins ásamt málefnum næsta vetrar. Ef einhverjir eru með mál sem þeir vilja ræða þá er þetta tækifærið til að koma þeim á framfæri.

Kveðja stjórnin.
Lesa meira
Allir í fótbolta

Allir í fótbolta

Allir að mæta í fótbolta á Hrafnagili kl. 8  á miðvikudagskvöldið. Það verður svakalega gaman og ennþá skemmtilegra eftir því sem fleiri mæta.

Sumarnefndin
Lesa meira
A-fóturinn og ég í blíðunni.

Námskeiðinu að ljúka.

Þá er maður á síðustu metrunum á þessu námskeiði. Í morgun fórum við í gegnum uppsetningu á leiðarlínum og notkun á þrífótum og búnaði til að halda undir línu á brúnum. Tókum síðan verklega æfingu í að binda A-ramma niður til upphækkunar á brún.
Seinnipartinn eyddum við í Hvalfirði í roki og sudda auðvitað við að setja upp 150 metra leiðarlínu ofan af ca. 30 metra háum kletti, niður brattan slakka og niður á jafnsléttu.
Lesa meira

Óvissudagurinn!

Óvissudagurinn fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Hann verður haldinn seinna í sumar og verður það auglýst þegar nær dregur.
En á miðvikudaginn næsta 3. júní ætlum við að hittast og spila fótbolta á Hrafnagili og við hvetjum alla sem hafa gaman af fótbolta að mæta kl. 8 og skemmta sér saman.

Kveðja sumarnefndin
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is