• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Hún slapp í þetta skiptið

Aðstoð við rjúpnaskyttu

Í dag fóru Elmar og Hlynur til aðstoðar rjúpnaskyttu sem hafði misst bílinn sinn út af veginum ofan við Þormóðsstaði í Sölvadal.
Lesa meira
Græjurnar okkar

Fundur hjá sleðadeild

Fundur sleðadeildar 15.10.2009


Sleðadeildin hélt fyrsta fund vetrarins núna á dögunum fram í Bangsabúð. Byrjað var á því að þrífa sleðana, bóna og yfirfara þá. Auk þess sem við fórum yfir annan búnað sleðadeildar. Sleðarnir eru í topplagi og ekkert sem þarf að gera fyrir þá fyrir átök vetrarins. Dalbjörg 6. er keyrður 3155 km og Dalbjörg 7. er keyrður 3011 km.

Lesa meira

Frábær landsæfing

Landsæfingu 2009 er nú lokið og við skemmtum okkur frábærlega um helgina. Björgunarsveitir á Reykjanesi eiga hrós skilið fyrir frábæra æfingu. Verkefnin voru skemmtileg og krefjandi og það gerði öllum gott að komast á svona æfingu og reyna á þekkingu sína.

Lesa meira

Landsæfing!

Jæja, þá er það lokaspretturinn og ekkert annað eftir en að setja upp ofurbrosið og hafa góða skapið með sér! Planið er svona: Hittingur hjá Gellunesti (Shell) kl 16:30 á morgun, föstudag og er stefnt á að leggja af stað ekki seinna en kl 17:00.

Hér má svo sjá uppfærðan lista og frekari upplýsingar um landsæfinguna.

Lesa meira
Tekið á síðustu landsæfingu.

Skráning á landsæfingu

Ég vil minna ykkur á að skráningu á Landsæfinguna lýkur í hádeginu á mánudaginn nk. hjá Hemma í síma  867-8586. Þannig að nú er bara lokahnykkurinn, ALLIR að skrá sig =)

En hér kemur listi yfir þá sem eru búnir að skrá sig á landsæfinguna...

Lesa meira

Landsæfing

Landsæfing 2009 verður haldin laugardaginn 24. október á Reykjanesi og verða það björgunarsveitir á Reykjanesi sem sjá um æfinguna. Verkefni verða við allra hæfi, þ.á.m. tækjaverkefni, fjallabjörgun, rústabjörgun, leitartækni, hundar, fyrsta hjálp og almenn verkefni.



Lesa meira

Skutl upp í Laugafell

Um helgina fóru nokkrir félagar frá Dalbjörg upp í Laugafell. Við fórum á sunnudagsmorgni upp Eyjafjarðardalinn ásamt félögum okkar úr Þingey og Súlum og áttum góðan dag í fínu veðri. Seinnipartinn var svo haldið heim á leið.
Lesa meira

Haustferð, Fjarskipti 1 og sleðafundur

Nú er margt að gerast og um að gera að fylgjast með! Hér koma fréttir af haustferðinni sem verður um næstu helgi, námskeiði í fjarskiptum sem verður á miðvikudaginn og svo verður sleðafundur í næstu viku...
Lesa meira

Fyrsta hjálp 1

Nú verður haldið námskeið í Fyrstu hjálp 1. Það hefst föstudaginn 2. okt og stendur yfir alla helgina. Mæting er í Hrafnagilsskóla kl. 19:30 helst aðeins fyrr.
Lesa meira

Inflúensufaraldur og Björgunarsveitir

Mánudaginn 21. september fóru þær Sigrún og Marsibil sem fulltrúar Dalbjargar á námskeið á Dalvík sem nefnist "Inflúensufaraldur - Hvert er hlutverk björgunarsveita?". Þær höfðu gaman að, þar sem fyrirlesarinn var hinn skemmtilegi Einar Örn, sjúkraflutningamaður frá Suðurlandi.

 
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is