• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Æfinga- og skemmtiferð

Æfinga- og skemmtiferð

Nú verða allir að taka sig til og fá sér frí í vinnunni því að á laugardaginn ætlum við að drífa okkur í smá æfingaferð á tækjum Dalbjargar. Þetta verður svakalega gaman og allir eru hvattir til að koma með!
Lesa meira

Vinnukvöld hjá snjóbílaflokk

Það verður vinnukvöld hjá snjóbílaflokknum fimmtudaginn 11. mars kl. 20:00 í Bangsabúð.

Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta skulu láta Inga vita í síma 8940732.
Lesa meira

Listi fyrir sleðadeildir

Sælir félagar í sleðadeildum. Ég setti hér inn á heimasíðu Dalbjargar frumútgáfu af lista yfir þá menn sem eru í sleðadeildum hér á svæðinu "sleðadeildir". Það sem að ég þarf að fá frá ykkur núna til að klára þetta eru þeir menn sem vantar inn á listann. Þið megið senda mér lista yfir þá menn frá hverjum stað á drattarvel@hotmail.com
Kveðja Pétur R. s:861-4085

Lesa meira
Gunni Garðars og Pétur R.

Sameiginleg sleðaferð björgunarsveita

Næstkomandi sunnudag 7. mars boðar sleðaflokkur Súlna til sleðaferðar um nágrenni Akureyrar. Ferðin er ætluð fyrir sleðaflokka björgunarsveita á svæði 11 og nágrennis.
Keyrt verður frá hitasveituskúrunum sem eru við ruslahaugana ofan Akureyrar.
Lesa meira

Bílaflokksfundur

Það verður fundur hjá bílaflokk kl. 20:00 á miðvikudagskvöldið í Bangsabúð. Þar verður farið yfir bílamálin og niðurstöður tækjaflokksfundarins sem var um daginn.

Við hvetjum sem flesta til að mæta sem áhuga hafa á þessum málum. Ef einhver getur ekki mætt þá skal sá hinn sami hafa samband við Ragga í síma 8660524 og láta vita.
Lesa meira
Sleðar Dalbjargar

Útkall í Vatnahjalla

Sleðadeildin var rétt komin í hús í dag þegar aðstoðarbeiðni kom frá mönnum sem staddir voru í Vatnahjalla inn á Eyjafjarðardal. Mennirnir, sem eru vatnamælingamenn, voru að reyna að koma sér upp Vatnahjallann á fulllestuðum sleðum með aftaní þotum og áttu í vandræðum þar sem hjallinn er illfær vegna púðurs.
Lesa meira
Horft niður Lambárdal til Akureyrar

Sleðaæfing í sólinni

Brynjar og Pétur fóru í æfingarferð í dag inn á Glerárdal, Lambárdal og Finnastaðardal. Veðrið var alger snilld; sól, mikið frost og endalaust púður yfir öllu.
Eknir voru rétt tæpir 100 km.
Lesa meira
Sleðadeildin í Lundskógi.

Sleðadeildaræfing

Í gær, sunnudag, fór sleðadeildin í æfingarferð um Súlumýrar, Reykárbotna, Vaðlaheiði og Fnjóskadal. Voru það sex félagar úr Dalbjörg en að auki bættist einn Súlumaður með í hópinn og keyrði með okkur.
Lesa meira
Verið að taka út sleðann

Góður sleðafundur.

Í kvöld var haldinn samhæfingarfundur sleðasveita við Eyjafjörð í Súluhúsinu á Akureyri. Fundurinn heppnaðist mjög vel og var vel sóttur, mættu 25 manns frá sex hjálparsveitum á svæðinu. Pétur frá Dalbjörg og Vagn frá Súlum héldu stuttan fyrirlestur og komu með hugmyndir að sameiginlegum æfingum sveitanna auk þess sem farið var yfir kröfur varðandi búnað björgunarsleða ofl.
Lesa meira
Samhæfingarfundur sleðadeilda

Samhæfingarfundur sleðadeilda

Sunnudagskvöldið 28 febrúar kl 20:00 verður haldinn sleðafundur í Súluhúsinu (H12). Fundurinn er fyrir alla sleðaökumenn björgunarsveita og eru Súlur, Dalbjörg, Dalvík, Tindur, Ægir og Þingey boðuð á fundinn.
Á fundinum verður farið í gegnum búnað sleða og ökumanna, sameiginlegar æfingar og til að hópurinn kynnist. Sleðar og búnaður þeirra verða til sýnis auk þess að sprungubjörgunarbúnaður verður kynntur.

Þeir sem geta mætt mega láta vita.
Pétur 861-4085
Vagn 847-4230 

Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is