• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Útilega í Ásbyrgi

Helgina 13-15 ágúst stefnum við á útilegu þar sem að við ætlum að leika okkur og hafa góða stund saman.
Lesa meira
240 m2 veislutjald að rísa

Allt klárt fyrir Handverkshátíð

Undanfarna daga og vikur hefur verið mikið að gera hjá okkur við að undirbúa Handverkshátíð og í gær var loka dagur í undirbúningi þegar að tjöldin komu norður. Voru 14 manns frá Dalbjörgu meira og minna í allan gærdag á Hrafnagili að setja upp tjöld og útisvæðið.

Lesa meira
Fréttir af starfinu

Fréttir af starfinu

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur undanfarið og vil ég þakka ykkur öllum fyrir að vera svona jákvæð og dugleg. Hér koma nokkrir molar af því helsta sem er búið að vera í gangi hjá okkur. Ég vil minna á að allir þeir sem að koma að vinnu við Handverk fá frítt á sýninguna. Raggi mun hafa umsjón með því að útdeila armböndum til ykkar.
Lesa meira
Sýnum nú hvað í okkur býr við bakstur.

Bakstur fyrir Handverk

Öll vinna fyrir handverk er á áætlun og núna þurfum við að biðja ykkur um að taka fram hrærivélina og baka tvær ofn skúffur. Allir sem leggja til vinnu (t.d. bakstur) fyrir handverkið fá armbönd og frítt inn á sýninguna þannig að ef þið getið ekki bakað sjálf þá er um að gera að plata einhvern nákominn til að baka !

Lesa meira

Handverkshátíð vinnuplan

Vinnan um síðustu helgi gekk mjög vel og núna erum við búin að setja niður þá daga sem við þurfum að mæta og undirbúa handverkshátíðina.
Það eru tvö kvöld og einn dagur sem að við þurfum að fá mannskap í til að setja upp búnað fyrir hátíðina, tveir menn alla hátíðina í sjúkragæslu og síðan mánudagskvöldið eftir hátíðina í frágang á öllu.

  1. Miðvikudagskvöld 21. júlí kl 19:30. Sækja búnað og dót í Sólgarð og á fleiri staði og koma því fyrir á Hrafnagili.
  2. Miðvikudagskvöld 28. júlí kl 19:30. Smíða miðasöluhús, girðingar o.fl.
  3. Fimmtudagurinn 5. ágúst ca. kl 9:00 Setja upp tjöld og gera allt klárt fyrir hátíðina. Allir að taka frá þennan dag og mæta. =)
  4. Föstudagur-laugardagur-sunnudagur-mánudagur. Sjúkragæsla kl 14-17. Tveir menn á vappi um svæðið með skyndihjálparbúnaðinn á vísum stað.
  5. Laugardagskvöld 7. ágúst kl. 19:30. Kvöldvaka og grill. Skemmtiatriði og spilað fyrir dansi.
  6. Mánudagskvöldið 9. ágúst kl 18:00. Allir sem mögulega geta mætt. Taka niður allt og ganga frá öllu þetta kvöld.

Þá er það upptalið sem við þurfum að gera í stórum dráttum svo núna skulum við gefa okkur tíma í þetta. Margar hendur vinna létt verk!
Það væri frábært ef þið gætuð skrá ykkur hérna við fréttina hvaða dag/daga þið getið komið.

P.S.
Ef þið fáið Boða eða sms þá óskum við eftir að þið látið vita til baka hvort þið komið eða komið ekki. Þetta á við um alla sem fá skilaboðin þannig að ekki þurfi að senda út mörg skilaboð.

Ragnar 866-0524
Pétur 861-4085

Lesa meira
Biggi við rúning á handverkshátíð

Handverkshátíð

Jæja félagar þá er vinna fyrir handverkshátíð að fara á fullt, Ragnar hefur umsjón með því verki og núna er búið að skipuleggja törn næstu daga. Ég vil minna fólk á að þetta var okkar stærsta fjáröflun í fyrra þannig að menn verða að gefa sér tíma til að sinna þessu og því fleiri því léttara verður þetta fyrir alla.

Lesa meira

Almennurfundur

Annað kvöld, sunnudaginn 4. júlí verður haldinn almennur fundur í Bangsabúð. Fundurinn byrjar kl. 20:30 og þar verður dagskrá næstu tveggja mánaða kynnt. Ragnar mun fara í gegnum málefni Handverkshátíðarinnar sem verður aðra helgina í ágúst og menn eru beðnir að taka þá helgi frá. Sumarnefndin hefur skipulagt ferð í Ásbyrgi sem við ætlum að ræða um, og einnig verður fjallað um hálendisgæsluna og önnur mál. 
Lesa meira

Leyningshólar

Nú er málið að taka fram tjöldin og útilegudótið og mæta í Leyningshóla á laugardaginn!
Lesa meira
Myndin tengist fréttinni óbeint.

Útkall á Eyjafjarðardal

 

Lögreglan á Akureyri óskaði eftir því upp úr kl. 7 í morgun að Dalbjörg færi til aðstoðar við sjö ungmenni sem höfðu farið á einum fólksbíl upp í Laugafell í gærkvöldi. Þegar þau voru á leiðinni heim aftur götuðu þau tvö dekk og gat kom á bensíntankinn þannig að lengra vildi bíllinn ekki.

Lesa meira
Það verður svaka stuð!

Tjaldsvæðagæsla

Núna líður að bíladögum og fólkinu sem fylgja þeim. Við höfum verið beðin að vera með gæslu á tjaldsvæðinu á Hrafnagili líkt og undanfarin ár. Því vantar okkur fólk í gæslu á miðvikudag (2x2 stöður), fimmtudag (3 stöður), föstudag (3 stöður), laugardag (3 stöður) samtals 13 stk. ca. 3-4 tíma vaktir.
Við viljum biðja ykkur að hafa samband við Eið (861-5537) til að skrá ykkur á vakt og til að fá nánari uppl.

Einnig verðum við með kassaklifur á laugardaginn vegna Kvennahlaupsins á Hrafnagili. Þeir sem vilja hjálpa til mega hafa samband við Sunnu í síma 8654926.

Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is