Flýtilyklar
Fréttir
Tækjaflokksfundur í kvöld
18.02.2010
Í kvöld kl. 20:30 verður tækjaflokksfundur í Bangsabúð. Þar verður tilhögun og skipulag flokksins rætt, bæði sleða- og bílaflokks, og einnig umgengni og þrif á tækjunum okkar.
Þeir sem ætla sér að vera með í tækjaflokk eða hafa áhuga á starfinu og vilja fræðast meira um það geta haft samband við Eið í síma 8615537.
Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta!
Útkall á Langjökul við Skálpanes
15.02.2010
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út um klukkan 17:30 í dag þegar kona og unglingur sem voru í vélsleðaferð
með hópi á Langjökli urðu viðskila við hann. Búið var að kalla út alla sleða- og snjóbílaflokka
björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og allar sveitir á Suðurlandi.
Lesa meira
Snjóflóðaleit og snjóflóðamat
04.02.2010
Nú er komið að næsta námskeiði hjá okkur, sem er snjóflóðaleit og -mat. Leiðbeinandi verður Anton Berg Carrasco og skráning fer
fram hér. Námskeiðið byrjar fimmtudagskvöldið 4.
febrúar kl. 20:00 í húsnæði Súlna, Hjalteyrargötu 12. Það heldur svo áfram á laugardag og sunnudag, en nánari
tími fyrir helgina verður ákveðinn á fimmtudagskvöldið.
Lesa meira
Óveðursútkall
27.01.2010
Um kl. 17:00 mánudaginn 25. janúar fóru 8 manns frá Dalbjörg að Ytri-Tjörnum þar sem þakgluggi hafði fokið upp. Farið var með
rústabjörgunarkerruna, bönd og verkfæri og glugginn festur niður. Þegar aðgerð var lokið var haft eftirlit með glugganum til að gæta að
því að hann fyki ekki upp aftur. Um kl. 19:00 hurfu björgunarsveitarmennirnir á brott, enda var farið að lægja.
Lesa meira
Nýjir vélsleðar
21.01.2010
Hjálparsveitin Dalbjörg hefur nú fest kaup á tveimur nýjum vélsleðum af gerðinni Arctic Cat Crossfire 8 Sno Pro. Eldri sleðarnir sem sveitin
átti eru þegar seldir og hefur vinnan við sölu eldri sleðanna og kaup þeirra nýju gengið hratt og vel með hjálp góðra manna. Í
dag koma nýju sleðarnir í hús og vinnan við að gera þá útkallshæfa fer á fullt.
Á myndinni sjást tveir stjórnarmenn Dalbjargar taka formlega við sleðunum úr höndum Péturs frá Arctic Sport innflutningsaðila Arctic Cat, og Birkis frá K2M sem er umboðsaðili Arctic Cat á Akureyri.
Lesa meira
Á myndinni sjást tveir stjórnarmenn Dalbjargar taka formlega við sleðunum úr höndum Péturs frá Arctic Sport innflutningsaðila Arctic Cat, og Birkis frá K2M sem er umboðsaðili Arctic Cat á Akureyri.
Fyrirtaks námskeið!
19.01.2010
Mikil ánægja var með fjallamennskunámskeiðið meðal þátttakenda. Frá Dalbjörg fóru 5 manns og frá Tý á
Svalbarðseyri mættu 3 félagar. Hægt er að fullyrða að allir skemmtu sér mjög vel, lærðu nýja hluti og rifjuðu upp gamla, og
allir áttu það sameiginlegt að vera þreyttir en ánægðir eftir helgina.
Lesa meira
Fjallamennska 1
10.01.2010
Nú er búið að bæta aðeins við búnaðarlistann á fjallamennskunámskeiðið. Námskeiðið hófst í gær
með fyrirlestri og hnútakennslu og skemmtu allir sér vel. Við ætlum svo að hittast hjá Munkaþverárgilinu kl. 08:30
í fyrramálið. Endilega skoðið listann vel og hafið samband við Smára ef eitthvað vantar.
Lesa meira
Fjallamennska 1
15.01.2010
Þetta námskeið verður haldið hjá okkur dagana 15.-17. janúar 2010. Námskeiðið byrjar á föstudagskvöldi í
Bangsabúð þar sem hnútar verða kenndir.
Lesa meira
Fundur annað kvöld
02.01.2010
Fyrsti almenni fundur ársins verður haldinn annað kvöld, sunnudagskvöldið 3. janúar. Hann verður í Bangsabúð að venju kl. 20:30.
Þar verður rætt um margt og mikið.
Lesa meira
Flugeldasala Dalbjargar í Hrafnagilsskóla
30.12.2009