• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Litlu jólin 2009 - Ekki fyrir viðkvæma!

Jæja, nú eru litlu jólin um helgina og ég vona að það séu ALLIR búnir að skrá sig sem ætla sér að mæta!

Gleðskapurinn hefst stundvíslega kl 20:00 í Funaborg

Lesa meira
Hann mætir klárlega..

Litlu jól Dalbjargar "SKRÁNING"

Laugardagskvöldið 28. nóvember (næstu helgi) höldum við litlu jól Dalbjargar. Þau verða haldin í Funaborg á Melgerðismelum og hefst gleðin kl 19:30. Boðið verður upp á dýrindis jólamat og skemmtun. Ég vil hvetja alla til að skrá sig og maka sem fyrst hér á síðunni.

Kveðja frá litlujólanefndinni

Lesa meira

Unglingadeildarferð

Núna um helgina verður farin ferð með unglingadeildina upp í Réttartorfu. Það verður farið á bílum Dalbjargar frá Leirunesti kl. 10:00 á laugardagsmorgun og gist í skála Eyjafjarðardeildar 4x4 klúbbsins í Réttartorfu um nóttina.
Lesa meira

Námskeið í leitartækni

Um næstu helgi, 20.-22. nóvember, verður haldið námskeið í leitartækni á Akureyri. Námskeiðið hefst kl. 20:00 á föstudagskvöldið í Hjalteyrargötu 12, húsi björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri.
Lesa meira
Flugeldakynning

Flugeldakynning

Þriðjudaginn 10. nóvember kl 19:00 verður Jón Ingi frá SL með kynningu á flugeldum í húsi Súlna á Akureyri.
Lesa meira
Slökkvidælan

Fundur hjá hjálparliðinu

Í kvöld var fyrsti fundur vetrarins hjá hjálparliði Dalbjargar. Gengið var frá eftir æfinguna á þriðjudag, dælan löguð auk annara lagfæringa á búnaði. Hugað var að öðrum lagfæringum á kerrunni eins og nýr dregari og dekk, inniljós og fl.
Lesa meira

Neyðarkallinn og reykskynjarayfirferð

Um næstu helgi, eða 6.-8. október verður hin árlega reykskynjarayfirferð um sveitina. Meðlimir Dalbjargar munu að venju fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður í reykskynjara, og einnig verður Neyðarkall björgunarsveitanna til sölu þessa helgi.

Lesa meira
Hlynur og Víðir með lausa dælu.

Haustæfing með Hjálparliði Dalbjargar

Það var byrjað á að fara yfir málefni hjálparliðsinns s.s. fastan fundartíma sem verður fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Víðir Ágústsson var settur umsjónarmaður hjálparliðsins og Jóhannes Jakobsson honum til aðstoðar. Farið var í gegnum búnað liðsins og hvað vantar í hann.

Lesa meira
Gott að eiga öflugt hjálparlið

Æfing fyrir Hjálparlið Dalbjargar

Æfing verður með Hjálparliði Dalbjargar þriðjudaginn 3. nóvember í Bangsabúð. Æfingin er bæði bókleg og verkleg og verður farið í gegnum það sem ætlast er til af hjálparliðsmönnum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð fremra. Kennari er Pétur Tryggvason s:861-4085

Lesa meira
Almennur fundur á sunnudaginn

Almennur fundur á sunnudaginn

Á sunnudaginn verður haldinn fundur í Bangsabúð og þar ætlum við að ræða margt skemmtilegt. Fyrir fundinn verður vinnudagur - planið er að gera allt rosa fínt í húsinu.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is