Flýtilyklar
Fréttir
Litlu jólin 2009 - Ekki fyrir viðkvæma!
Jæja, nú eru litlu jólin um helgina og ég vona að það séu ALLIR búnir að skrá sig sem ætla sér að mæta!
Gleðskapurinn hefst stundvíslega kl 20:00 í Funaborg
Litlu jól Dalbjargar "SKRÁNING"
Laugardagskvöldið 28. nóvember (næstu helgi) höldum við litlu jól Dalbjargar. Þau verða haldin í Funaborg á Melgerðismelum og hefst gleðin kl 19:30. Boðið verður upp á dýrindis jólamat og skemmtun. Ég vil hvetja alla til að skrá sig og maka sem fyrst hér á síðunni.
Kveðja frá litlujólanefndinni
Unglingadeildarferð
Námskeið í leitartækni
Flugeldakynning
Fundur hjá hjálparliðinu
Neyðarkallinn og reykskynjarayfirferð
Um næstu helgi, eða 6.-8. október verður hin árlega reykskynjarayfirferð um sveitina. Meðlimir Dalbjargar munu að venju fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður í reykskynjara, og einnig verður Neyðarkall björgunarsveitanna til sölu þessa helgi.
Haustæfing með Hjálparliði Dalbjargar
Það var byrjað á að fara yfir málefni hjálparliðsinns s.s. fastan fundartíma sem verður fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Víðir Ágústsson var settur umsjónarmaður hjálparliðsins og Jóhannes Jakobsson honum til aðstoðar. Farið var í gegnum búnað liðsins og hvað vantar í hann.
Æfing fyrir Hjálparlið Dalbjargar
Æfing verður með Hjálparliði Dalbjargar þriðjudaginn 3. nóvember í Bangsabúð. Æfingin er bæði bókleg og verkleg og verður farið í gegnum það sem ætlast er til af hjálparliðsmönnum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð fremra. Kennari er Pétur Tryggvason s:861-4085