Flýtilyklar
Fréttir
Dagur 5, alltaf eitthvað nýtt.
Dagurinn var notaður í félagabjörgun í klifri, þar sem gert var ráð fyrir að menn væru tveir á ferð og lítill búnaður. Við byrjuðum auðvitað í morgun með því að hlusta á fyrirlestra og var farið í gegnum krafta sem hafa áhrif á akkeri. Eftir það fórum við í bílageymsluna og renndum í gegnum vinnubrögð í tveggja manna félagabjörgun.
Pelastikk er málið!
Þá er maður kominn heim af enn einum frábærum degi á námskeiðinu. Dagskipunin var sig með börur niður bratta þar sem slaka þurfti niður börum og allt að þremur börumönnum. Í morgun fóru þeir félagar frá Kanada í gegnum eðlisfræði og annað varðandi þyngdir, aðdráttarafl jarðar og auðvitað hvað við megum bjóða búnaðinum.
Rigging, dagur 3
Dagurinn byrjað eins og síðustu daga á fyrirlestrum og verklegri sýnikennslu. Viðfangsefni dagsins var björgun úr klettum með börum. Farið var yfir hvernig binda á börur og tryggja sjúkling í börur og síðan var einnig farið í gegnum dobblunarkerfi og nokkrar útgáfur settar upp svosem einföld dobblun og samsettar dobblanir.
Koma svo...
Svo er júní-dagskráin komin hér til hliðar, fylgist líka með því :)
Góður dagur á Rigging.
Þá er dagur 2 að kvöldi kominn og ég ný kominn heim af námskeiðinu, byrjuðum kl 8 í morgun og kominn heim 12 tímum seinna. Í dag var farið í félagabjörgun og var bóklegt fram undir hádeigi með smá verklegum sýnidæmum, tókum við síðan stefnuna út og renndum við austur í Þingvelli þar sem við æfðum félagabjörgun verklega.
Stórar fréttir hjá okkur Dalbjargarmönnum
Síðastliðinn föstudag tók stjórn Dalbjargar þá stóru ákvörðun eftir stíf fundarhöld að nú skyldi Dalbjörg koma sér upp fjallabjörgunarhóp. Þar sem stjórnin er ekki þekkt fyrir að tvínóna við hlutina var strax farið í að finna mann sem skyldi sendur á námskeið í Höfuðborginni til að læra og miðla til okkar manna.
Undanfarar Súlna á námskeiði.
Skráning er hafin...
Auðvitað eru allir hvattir til að skrá sig því að þetta verður án efa mjög skemmtilegur dagur og því fleiri, því betra!