• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Búmm búmm

Flugeldafundur

Í kvöld var haldinn flugeldafundur fram í Bangsabúð. Þar mættu 13 manns og var farið yfir skipulag á flugeldasölu og raðað niður á vaktir. Ennþá vantar samt ennþá menn á einhverjar vaktir og á næturvaktir

Lesa meira
Þorbjörn og Helgi handsala samninginn

Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Þann 15. desember undirrituðu Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Schiöth félagi í Hjálparsveitinni Dalbjörg samstarfssamning milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.

Lesa meira
Litlu jólin!!!

Litlu jólin!!!

Litlu jól Dalbjargar verða haldin laugardaginn 13. desember, eða núna um næstu helgi. Að vanda verður þetta mikið fjör:)
Lesa meira
Verið að lesa í kortin

Leit á Skáldabúðarheiði

Í síðustu viku fóru 5 manns frá Dalbjörg til leitar á Skáldabúðarheiði, en þar hafði maður verið týndur í rúma viku. Þau fóru á fimmtudagskvöldi, leituðu á föstudegi og komu svo til baka um nóttina. Leitin bar ekki árangur og henni hefur nú formlega verið hætt.
Lesa meira
Vettvangsstjórinn og aðstoðarmaður.

Góð æfing í gærkvöldi.

Í gær kvöldi var haldin björgunaræfing inn á Eyjafjarðardal, æfingin var boðuð út sem útkall og var sent sms "Æfing, Útkall F1 Rauður, Bílslys Eyjafjarðardal, 2 slasaðir, Æfing" á Dalbjörgu.
Þá voru mættir 16 manns í Bangsabúð, þau skipulögðu sig, tóku búnað og lögðu af stað á Dalbjörg 1,2 og 3.
Lesa meira
Tjónaður einstaklingur!!

Námskeið í gærkvöldi

Í gærkvöldi var námskeið í stjórnun og skipulagi haldið í Bangsabúð. Mættu 16 manns og fóru yfir hvernig við ætlum að bera okkur að á vettvangi. Vakti þetta miklar umræður og allir á því að brýna þennann þátt innan sveitarinnar.  

Lesa meira
Myndin tengist ekki æfingunni.. :)

Æfing á næstunni

ATH. Æfingi á Þriðjudagskvöld 18 nóv. kl 19.00!

Elmar og Pétur hafa tekið að sér að skipuleggja stóra æfingu fyrir okkur Dalbjargarmenn. Hún verður mjög raunveruleg og í líkingu við æfinguna sem við vorum með í fyrra þótt aðaláherslan verði ekki skyndihjálp eins og þá. Æfingin verður í næstu viku á þriðjudagskvöldið.

Munið hitting í Bangsabúð á sunnudagskvöldið kl 20. Upprifjun í skyndihjálp og skipulag á vettvangi.

Lesa meira

Leitartækninámskeið um næstu helgi.

Um næstu helgi verður leitartækninámskeið haldið á Dalvík. Þó nokkrir eru búnir að skrá sig frá okkur og viljum við hvetja þá sem eiga þetta eftir til að skrá sig hjá Eið í síma 861-5537. Leitartækni er eitt af stórunámskeiðunum sem við þurfum að taka til að verða "Björgunarmaður 1".
Lesa meira

Fundur.

Komiði Blessuð og sæl.  Bara að minna á fundinn annað kvöld eða Sunnudaginn 2 nóvember. Það er stundvísleg mæting Kl. 20:15 í Bangsabúð. Endilega allir að mæta Nýliðar sem og Gamlar kempur !
Lesa meira
Svona lítur Neyðarkallinn út í ár

Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn

Þessa helgi er hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar um Eyjafjarðarsveit, en þá förum við á alla bæji í sveitinni og seljum rafhlöður í reykskynjara. Einnig höfum við til sölu slökkvitæki, eldvarnarteppi, sjúkrakassa og reykskynjara.
Við erum líka að selja Neyðarkallinn, sem er fjáröflun fyrir björgunarsveitir landsins og er nú seldur þriðja árið í röð.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is