Flýtilyklar
Fréttir
Flugeldafundur
Í kvöld var haldinn flugeldafundur fram í Bangsabúð. Þar mættu 13 manns og var farið yfir skipulag á flugeldasölu og raðað niður á vaktir. Ennþá vantar samt ennþá menn á einhverjar vaktir og á næturvaktir
Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar
Þann 15. desember undirrituðu Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Schiöth félagi í Hjálparsveitinni Dalbjörg samstarfssamning milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.
Litlu jólin!!!
Leit á Skáldabúðarheiði
Góð æfing í gærkvöldi.
Þá voru mættir 16 manns í Bangsabúð, þau skipulögðu sig, tóku búnað og lögðu af stað á Dalbjörg 1,2 og 3.
Námskeið í gærkvöldi
Í gærkvöldi var námskeið í stjórnun og skipulagi haldið í Bangsabúð. Mættu 16 manns og fóru yfir hvernig við ætlum að bera okkur að á vettvangi. Vakti þetta miklar umræður og allir á því að brýna þennann þátt innan sveitarinnar.
Æfing á næstunni
ATH. Æfingi á Þriðjudagskvöld 18 nóv. kl 19.00!
Elmar og Pétur hafa tekið að sér að skipuleggja stóra æfingu fyrir okkur Dalbjargarmenn. Hún verður mjög raunveruleg og í líkingu við æfinguna sem við vorum með í fyrra þótt aðaláherslan verði ekki skyndihjálp eins og þá. Æfingin verður í næstu viku á þriðjudagskvöldið.
Munið hitting í Bangsabúð á sunnudagskvöldið kl 20. Upprifjun í skyndihjálp og skipulag á vettvangi.
Leitartækninámskeið um næstu helgi.
Fundur.
Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn
Við erum líka að selja Neyðarkallinn, sem er fjáröflun fyrir björgunarsveitir landsins og er nú seldur þriðja árið í röð.