Flýtilyklar
Fréttir
Aðalfundi lokið
Heimsókn frá Húnum
Tækjamót 2008
“Sæll bóndi”
Gærdagurinn byrjaði með nokkrum örvæntingarfullum símtölum til að fá menn til að dratthalast út í góða veðrið. Ég vaknað um 7 leitið vitandi að ég hafði enga ástæðu til að fara á fætur fyrr en klukkutíma seinna en þá var mér litið út um gluggann. Við mér blasti heiðskýr himinn og þvílík blíða. Nokkur árangurslaus símtöl sem voru öll á sömu vísuna “Pétur ég er að fara að vinna” eða “ég er að verða búin að skrópa mig úr skólanum”. Þá var bara eitt að gera, athuga hvernig gengi í fjósi hjá Hlyn.
Unglingadeildarfundur
Sælir krakkar
Á morgun er fundur hjá okkur í Bangsabúð kl. 19:00. Við ætlum að tala um hvað okkur langar að gera í sumar, og einnig í vor ef þið viljið til dæmis gera eitthvað eftir prófin. Þetta er hugmyndafundur, svo allir með góðar hugmyndir eiga að mæta - og hinir líka:)
Kveðja umsjónarmennirnir.
Ýmislegt úr starfinu
Hittingur var hjá nokkrum sleðamönnum í kvöld. Sleðarnir voru smurðir, bónaðir og kúplingarnar hreinsaðar. Skipt var um kerti og dittað að hlífðarpönnu á öðrum þeirra. Í síðustu viku var farið með sleðana og Patrol á opnadaga í Verkmenntaskólanum til að kynna starf sveitarinnar. Daginn eftir var síðan farið með annann sleðann í Mótormax þar sem þeir skiptu út skemmdu hlutunum í gírhúsinu.
Aðalfundur Dalbjargar 2008
Laugardagskvöldið 19. apríl kl. 20:00 verður aukaaðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar haldinn. Á dagskrá eru lagabreytingar.
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2008 verður haldinn laugardagskvöldið 19. apríl kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Fundirnir verða haldnir að Ferðaþjónustunni á Öngulsstöðum. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Fundur í kvöld
Æfingaferð á Flateyjardalsheiði
Við hittumst að venju við Leiru þar sem við komum okkur í bíla og gerðum allt klárt. Við vorum tólf talsins á báðum bílunum okkar, með báða sleðana og gamla snjóbílinn okkar Bangsa, auk einkasleða og fjórhjóls. Þrír menn frá Týr á Svalbarðseyri slógust í för með okkur á sínum jeppa og tók Máni (risaeðlan) með sér trailerinn sinn (Arctic cat).
Erindrekafundur
Sjáumst sem flest á þriðjudaginn!