• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Aðalfundi lokið

Aðalfundurinn okkar var haldinn síðastliðið laugardagskvöld að Öngulsstöðum. Mætingin var mjög góð og fundurinn skemmtilegur í alla staði. Það voru 5 manns sem skráðu sig í sveitina, og 9 manns sem starfað hafa með okkur frá síðasta aðalfundi voru formlega teknir inn sem félagar. Einnig kusum við nýja stjórn og samþykktum lagabreytingar á aukafundi.


Lesa meira

Heimsókn frá Húnum

Björgunarsveitin Húnar er búin að boða komu sína til okkar 1. maí. Er það árlegt hjá þeim að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja aðrar sveitir, þannig að nú er bara að taka vel á móti þeim.
Lesa meira
Tækjamót 2008

Tækjamót 2008

Hjálparsveitin Dalbjörg býður til Tækjamóts laugardaginn 26. apríl.
Tækjamótið verður haldið að þessu sinni í Nýjadal og verður farið um næsta nágrenni norðan við.
Lesa meira
Á Sprengisandi

“Sæll bóndi”

     Gærdagurinn byrjaði með nokkrum örvæntingarfullum símtölum til að fá menn til að dratthalast út í góða veðrið. Ég vaknað um 7 leitið vitandi að ég hafði enga ástæðu til að fara á fætur fyrr en klukkutíma seinna en þá var mér litið út um gluggann. Við mér blasti heiðskýr himinn og þvílík blíða. Nokkur árangurslaus símtöl sem voru öll á sömu vísuna “Pétur ég er að fara að vinna” eða “ég er að verða búin að skrópa mig úr skólanum”. Þá var bara eitt að gera, athuga hvernig gengi í fjósi hjá Hlyn.

 

Lesa meira

Unglingadeildarfundur

Sælir krakkar

Á morgun er fundur hjá okkur í Bangsabúð kl. 19:00. Við ætlum að tala um hvað okkur langar að gera í sumar, og einnig í vor ef þið viljið til dæmis gera eitthvað eftir prófin. Þetta er hugmyndafundur, svo allir með góðar hugmyndir eiga að mæta - og hinir líka:)

Kveðja umsjónarmennirnir.

Lesa meira
Rolf og Pétur í Kolgrafargili

Ýmislegt úr starfinu

Hittingur var hjá nokkrum sleðamönnum í kvöld. Sleðarnir voru smurðir, bónaðir og kúplingarnar hreinsaðar. Skipt var um kerti og dittað að hlífðarpönnu á öðrum þeirra. Í síðustu viku var farið með sleðana og Patrol á opnadaga í Verkmenntaskólanum til að kynna starf sveitarinnar. Daginn eftir var síðan farið með annann sleðann í Mótormax þar sem þeir skiptu út skemmdu hlutunum í gírhúsinu.

Lesa meira

Aðalfundur Dalbjargar 2008

Laugardagskvöldið 19. apríl kl. 20:00 verður aukaaðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar haldinn. Á dagskrá eru lagabreytingar.

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2008 verður haldinn laugardagskvöldið 19. apríl kl. 20:30.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Fundirnir verða haldnir að Ferðaþjónustunni á Öngulsstöðum. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Lesa meira

Fundur í kvöld

í kvöld sunnudaginn 6 apríl er almennur fundur í Bangsabúð. Fundurinn hefst að venju kl 20:15 og núna þarf að ræða aðalfundinn og finna menn í stjórn. Allir að mæta
Lesa meira
Snjóbíllinn stóð fyrir sínu.

Æfingaferð á Flateyjardalsheiði

Föstudaginn 28. mars lögðum við upp í Hjálparsveitarferð út á Flateyjardalsheiði.  Ferðinni var heitið inn í Heiðarhús, sem er gangnamannaskáli útá Flateyjardal.
 Við hittumst að venju við Leiru þar sem við komum okkur í bíla og gerðum allt klárt.  Við vorum tólf talsins á báðum bílunum okkar, með báða sleðana og gamla snjóbílinn okkar Bangsa, auk einkasleða og fjórhjóls.  Þrír menn frá Týr á Svalbarðseyri slógust í för með okkur á sínum jeppa og tók Máni (risaeðlan) með sér trailerinn sinn (Arctic cat).
Lesa meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg

Erindrekafundur

Næsta þriðjudag, þann 1. apríl verður erindrekstrarfundur í Bangsabúð - og þetta er ekki gabb:) Hann Ingólfur kemur frá SL og kynnir okkur starfið og það sem framundan er, og viljum við hvetja alla til að mæta og spyrja hann um allt sem fólk vill vita.
Sjáumst sem flest á þriðjudaginn!
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is