Flýtilyklar
Fréttir
Snjóbíllinn liðkaður
Síðasta laugardag fórum við með snjóbílinn inn á Hafrárdal. Þar var reyndar afar lítið skyggni, en engu að síður virkaði hann vel. Við lentum í því að missa eitt hjól úr búkka en það var soðið undir aftur um kvöldið.
Ferð næstu helgi.
Unglingadeild
Við viljum byrja á því að óska öllum gleðilegra páska og vonum að þið njótið páskafrísins!
Einnig viljum við minna ykkur á að við ætlum í klifurvegginn í Súluhúsinu laugardaginn 29. mars og þeir sem vilja fara með verða að skrá sig.
Einnig urðu mistök í síðasta Boða sem var sendur, en það er búið að panta peysurnar ykkar. Enginn hefur þó haft samband svo sennilega hefur enginn misst af pöntun. Við vitum ekki hvenær peysurnar koma en látum ykkur vita um leið og við fáum upplýsingar um það.
Sól, sól og aftur sól á fjöllum
Helgina 14-16 mars var hálendisferð farin á vegum sveitarinnar. Hittingur var á Leirunni kl 17 og var haldið af stað hálftíma síðar eftir að menn voru búnir að samstilla sig og koma sér fyrir í bílunum. Alls vorum við níu Dalbjargarmeðlimir á þremur bílum og tveir meðlimir úr Björgunarsveitinni Týr á Svalbarðsströnd á sínum bíl, auk tveggja manna á einkabíl. Ferðinni var heitið í Laugarfell
Fjallaferð
Um næstu helgi verður farið í 3 daga fjallaferð á vegum sveitarinnar. Lagt verður á stað á föstudags seinnipart ca. 16-18 og haldið austur í Bárðardal, ekki er búið að ákveða hvar verður gist en það koma nokkrar leiðir til greina og skálar eins og Laugafell, Réttartorfa, Dyngjufjallaskáli, Dreki og Kistufell.
Unglingadeild
Fundinum sem átti að vera í kvöld hjá okkur verður frestað fram á miðvikudag og þá verða allir að vera duglegir og mæta kl. 19:00 eins og venjulega. Það er margt að gera og svo ætlum við að fræða ykkur aðeins um Útilífsskólann og kanna hverjir vilja fara þangað í sumar.
GPS námskeið
Unglingadeild
Nú erum við búin að fá meiri upplýsingar um útivistarskólann. Það verða haldin grunnnámskeið á Gufuskálum í sumar, eitt í júní og tvö í júlí. Svo verður eitt grunnnámskeið haldið á Austurlandi í ágúst. Þetta eru mjög skemmtileg námskeið þar sem þið getið lært margt, og ef ykkur langar að fara, hafið þá samband við eitthvert af okkur umsjónarmönnunum og við getum gefið ykkur meiri upplýsingar.
Hálendisferð sleðaflokks.
Snjóbíllinn klár
Víðir og Ingi hafa verið að dunda í snjóbílnum núna nokkur kvöld og má með sanni segja að hann sé allur að koma til. Það er búið að laga tönnina og setja VHF og SSB stöðvarnar í aftur. Síðan er búið að laga til í rafmagninu, setja smurþrýsti, volta og hitamæli i hann Ljósin yfirfarin og í kvöld var tékkað á öllum olíum. Þannig að kvikindið fer að verða klár i slaginn.
Ingvar Þ.