• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Óveðursútköll í dag

Óveðursútköll í dag

Aftakaveður hefur gengið yfir landið í dag og höfum við ekki farið varhluta af því hér í sveitinni. Í Öxnafelli mældist vindhraði 43,7 m/s um kaffileytið í dag, ekki hefur mælst meiri vindstyrkur þar síðan mælingar hófust. Á Torfum fór vindhraði í hviðum upp í 34 m/s.

Björgunarsveitin hefur verið kölluð út þrisvar sinnum í dag til að aðstoða íbúa sveitarinnar vegna hvassviðris og skemmda af völdum þess. 

Upp úr kl 16 var óskað eftir aðstoð við að hemja mótauppslátt við Öngulsstaði sem var farinn að fjúka af stað.

Fljótt upp úr því fauk fóðursíló og síðan stór partur þaks á kálfafjósi í Sigtúnum.  Tíu björgunarsveitarmenn unnu við að negla niður lausar plötur, fergja brak og tryggja fóðursílóið við dráttarvélar.

Á sama tíma var óskað eftir aðstoð björgunarsveitarinnar í Uppsali en þar voru útihús farin að láta undan veðurofsanum.  Sjö manns fóru þangað til að styrkja veggi og negla niður þakjárn.

Lesa meira

Flugeldasala hafin.

Já Flugeldasalan er hafin á Hrafnagili. Nú er um að gera og styrkja gott málefni og kaupa sér flugelda. Opnunartímar eru sem hér segir.

28 des. Kl. 10-22 / 29 des. Kl. 10-22
30 des. Kl. 10-22 / 31 des. Kl.   9-16

Við þökkum fyrir að sinni og við óskum öllum landsmönnum
gleðilegs nýs árs og Þökkum fyrir það gamla.

Lesa meira

Gleðileg Jól

Stjórn Dalbjargar og Heimasíðu vilja óska öllum meðlimum Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári og þakka að sama skapi fyrir það liðna.
Lesa meira
Nýtt og enn glæsilegra.

Blaðið komið í prentun.

Dalbjargar blaðið var prentað í gær og verður klárað strax eftir jól. Blaðið hefur stækkað frá síðasta ári og er orðið 28 blaðsíður. Í blaðinu eru greinar um almenn björgunarmál og eins um starfið hjá okkur í Dalbjörgu.

Lesa meira
Flugeldasala í Hrafnagilsskóla.

Flugeldafundur.

Núna er tími aðalfjáraflana hjá okkur, Dalbjargarblaðið og flugeldasalan. Blaðið er að fara í prentun og hafa Pétur, Hemmi og Sunna haft í nógu að snúast í kringum það.

Lesa meira
Eiður spáir í hlutina

Unglingadeildarfundur í gærkvöldi.

Fundur var haldinn hjá Unglingadeildinni í gær. Það var ágætis mæting og nýliðar voru kynntir fyrir búnaði sveitarinnar. Á dagskrá er að virkja
Lesa meira
Skráning á litlu Jólin.

Skráning á litlu Jólin.

Þá er komið að því að skrá sig á litlu Jólin sem verða í Funaborg á Melgerðismelum núna á föstudagskvöldið. Mæting er kl 19:45 stundvíslega, jólaföt og skapið er auðvitað skilyrði.
Lesa meira
Reykskynjarayfirferðin

Reykskynjarayfirferðin

Nú er reykskynjarayfirferðinni lokið. Þetta gekk bara vel og vel var tekið á móti okkur. Við viljum minna á að ef þið voruð ekki heima þegar við komum, eða ef ykkur vantar einhvern búnað, t.d. sjúkrakassa, slökkvitæki eða annað, þá er alltaf hægt að hafa samband við okkur og við getum pantað það fyrir ykkur.


Lesa meira
Glæsileg litlu Jól...

Litlu Jólin.

Jæja það eru vonandi allir búnir að taka frá föstudagskvöldið 14 desember. Það er búið að lofa glæsilegum Litlu jólum og það verður staðið við það.
Lesa meira

Fundur.

Fundur verður haldinn næstkomandi sunnudag 2 des. Að venju hefst fundur kl. 20:15 og verða ýmis mál rædd svosem flugeldar, Ingi greinir frá fulltrúafundi Landsbjargar. Svo minni ég á alla þá sem að tóku með sér neyðarkall að skila af sér við komu á fundinn. Endilega allir að mæta og nýliðar velkomnir.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is