• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Gæti verið Helgi???

Sleðafundur.

Í kvöld kl 19.00 verður fundur og vinnukvöld hjá sleðadeild. Við verðum á verkstæðinu hjá Guðmundi Hjálmars (Draupnisgötu) og þar sýna Helgi og Tómas hvað þarf að yfirfara á sleðunum. Það er mikilvægt að þeir sem ætla að vera með í sleðahópnum að þeir mæti og læri á tækin og þann búnað sem skilt verður að hafa með í æfingum og útköllum.
Lesa meira

Vinnukvöldið í gær.

Það var góð mæting á vinnukvöldið í gær eða 18 manns. Lagað var til í búnaði og tækjum auk þess sem gengið var frá dóti eftir flugeldasölu. Snjósleðarnir eru komnir niður á Hrafnagil og ef menn þurfa að nota þá á að hafa samband við Pétur eða Smára.  
Lesa meira

Vinnukvöld í kvöld

Í kvöld verður vinnukvöld í Bangsabúð. Við ætlum að fara yfir flugeldana, búnaðinn okkar og laga til í húsinu. Léttar veitingar verða í boði fyrir duglegt fólk!!
Endilega mætið í kvöld, þetta verður rosa skemmtilegt.

Sjáumst hress og kát!
Lesa meira
Elmar sleðamaður á hálendinu.

Ferðamennsku námskeið.

Á laugardaginn verður Ferðamennsku námskeið haldið í Varmahlíð (9-17). Þetta námskeið er eitt af grunnnámskeiðum til að verða björgunarmaður. Ef það er nægur áhugi hjá okkur er mjög líklegt að það verði haldið hér. Þannig að allir sem eiga þetta námskeið eftir, skrá sig hjá Ragga í síma 866-0524. Nánari uppl. um námskeiðið.

Lesa meira

Sleðaflokkur vinnukvöld.

Jæja þá er kominn tími til að dusta rykið af færiböndunum. Núna þurfum við að ákveða vinnukvöld hjá sleðadeildinni til að yfirfara sleðana og setja nýju stöðina á annann sleðann. Þeir sem hafa áhuga á því að fara að æfa sig á sleðunum og kynna sér sleðaflokkinn eru endilega beðnir um að mæta. Látið mig endilega vita hvaða kvöld hentar best eða skráið athugasemd við fréttina.

Lesa meira
Við Lindá.

Myndir úr Haustferð.

Núna eru komnar inn nýjar myndir úr haustferðinni. Þið getið smellt hér eða farið í myndir hér til vinstri og skoðað þær þar.

Kveðja Pétur

Lesa meira
Maður brenndist á fæti.

Maður brenndist á fæti.

Hjálparsveitin var kölluð út í dag vegna manns sem brenndist á fæti á bænum Grænuhlíð. Maðurinn var að vinna við að rafsjóða þegar neistar frá rafsuðunni urðu til þess að eldur kviknaði í fötum hans.
Lesa meira

Flugeldasalan fór vel.

Halló kæru meðlimir. Við seldum jafnmikið af tundri eins og í fyrra . Takk fyrir vinnuframlagið og gleðilegt ár Kv HelgiS.
Lesa meira
Elmar að negla.

Vinna vegna tjóns í dag.

Í birtingu í morgun var 10 manna hópur mættur í Sigtún til að endurnýja þak á kálfafjósi sem fauk í rokinu í gær. Var unnið hörðum höndum fram eftir degi og klæddir um 100 m2 af þaki.

Þegar að þeirri vinnu lauk fór megnið af hópnum í Garð til að

Lesa meira
Risaflugeldur

Innköllun á Miðnæturbombu.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur innkallað flugeld sem kallaður er Miðnæturbomban þar sem vart hefur orðið við galla í slíkum flugeldum. Miðnæturbomban er stór flugeldur sem hefur verið seldur fyrir þessi áramót á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. 

Við viljum biðja fólk sem hefur keypt slíkan flugeld að koma og skipta  honum hjá okkur á Hrafnagili.

Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is