Flýtilyklar
Fréttir
Óvissuferðin!
Óvissuferð
Unglingadeild
Fyrsta hjálp 2
Björgunarsveitir líta í heimsókn
Í dag komu Björgunarsveitirnar Blanda á Blönduósi, Strönd á Skagaströnd og Húnar á Hvammstanga/Laugabakka í heimsókn.
Við tókum auðvitað vel á móti þeim með bakkelsi og góðum félagsskap.
Skráningar til Landsbjargar
Almennur Fundur
Tækjamót í Jökuldal
Helgina 25.-26. apríl hélt Hjálparsveitin Dalbjörg Tækjamót Landsbjargar í Jökuldal. Mæting var í Jökuldal á
föstudagskvöldinu, en þar biðu skálarnir heitir eftir gestunum.
Klukkan 10 á laugardagsmorgun var brottför og var stefnan tekin meðfram Hofsjökli inn að miðju Íslands við Illviðrahnjúka.
Mikið um að vera
Það er margt búið að vera að
gera í starfinu núna síðustu daga og ekki unnist tími til að setja allt hér inn. Hér kemur yfirlit yfir atburði síðastliðna
viku.
16. apríl fóru Valli og Palli upp Garðsárdal og inn í Laugafell á sleðum. Þeir fóru upp á Laugafellið og aðeins um svæðið í kring. Síðan fóru þeir aftur niður í Garðsárdal og skoðuðu sig um áður en þeir héldu aftur heim. Þetta var samtals um 220 km leið.
17. apríl fóru Pétur, Elmar og Bubbi K á sleðunum út í Fjörður og Flateyjardal. Þeir skoðuðu alla helstu staði í Fjörðunum og litu við í Heiðarhúsum og Þönglabakka. Eknir voru tæplega 200 km í sól og blíðu.