• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Kannski förum við að tína blóm...

Óvissuferðin!

Jæja, nú eru komnar frekari upplýsingar um óvissuferðina, eins og þið fenguð skilaboð um í kvöld. Það er mæting á Leiru kl. 10:30, stundvíslega á laugardaginn! Þeir óstundvísu verða bara skildir eftir á bílastæðinu.
Lesa meira
Hvert erum við nú að fara???

Óvissuferð

Næsta laugardag, 24. maí, er stefnt á að fara í óvissuferð. Þetta verður auðvitað alveg ofsalega skemmtilegt, þannig að það er skyldumæting fyrir alla þá sem eru félagar í hjálparsveitinni.
Lesa meira

Unglingadeild

Við ætlum að hittast í Bangsabúð laugardaginn 10. maí frá kl. 13:00-15:00. Þar ætlum við að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera, svo sem hafa upprifjun í skyndihjálp, afhenda peysurnar sem við pöntuðum og síðast en ekki síst kynna ykkur hvað við höfum hug á því að gera í ferðalaginu okkar sem verður væntanlega eftir prófin.
Lesa meira
Þessi er með skyndihjálpina á hreinu!

Fyrsta hjálp 2

Fyrirhugað er að halda námskeið í Fyrstu hjálp 2 laugardaginn 17. maí og 3 kvöld í vikunni á eftir. Þeir sem ætla sér að taka þátt í hálendisgæslunni í sumar þurfa að taka þetta námskeið. Einnig er þetta hluti af Björgunarmanni 1, og eins og þið vitið leggjum við mikið upp úr því að eiga öflugt og vel menntað fólk í fyrstu hjálp, þannig að allir sem sjá sér fært að mæta mega endilega taka daginn frá.
Lesa meira
Húni 2

Björgunarsveitir líta í heimsókn

Í dag komu Björgunarsveitirnar Blanda á Blönduósi, Strönd á Skagaströnd og Húnar á Hvammstanga/Laugabakka í heimsókn. Við tókum auðvitað vel á móti þeim með bakkelsi og góðum félagsskap.

Lesa meira
Skráningar til Landsbjargar

Skráningar til Landsbjargar

Nú er verið að vinna í því að uppfæra félagaskráninguna okkar hjá Landsbjörg, og verður vonandi búið í vikunni. Það sem vantar oftast í skráninguna eru netföngin okkar og við vorum beðin að finna eins mörg og við gætum.
Lesa meira

Almennur Fundur

Almennur fundur fram í Bangsabúð næstkomandi sunnudag kl 20:15.
Lesa meira
Við miðju Íslands

Tækjamót í Jökuldal

Helgina 25.-26. apríl hélt Hjálparsveitin Dalbjörg Tækjamót Landsbjargar í Jökuldal. Mæting var í Jökuldal á föstudagskvöldinu, en þar biðu skálarnir heitir eftir gestunum.
Klukkan 10 á laugardagsmorgun var brottför og var stefnan tekin meðfram Hofsjökli inn að miðju Íslands við Illviðrahnjúka.

Lesa meira
Mynd frá fjölskyldudeginum

Mikið um að vera

Það er margt búið að vera að gera í starfinu núna síðustu daga og ekki unnist tími til að setja allt hér inn. Hér kemur yfirlit yfir atburði síðastliðna viku.

 16. apríl fóru Valli og Palli upp Garðsárdal og inn í Laugafell á sleðum. Þeir fóru upp á Laugafellið og aðeins um svæðið í kring. Síðan fóru þeir aftur niður í Garðsárdal og skoðuðu sig um áður en þeir héldu aftur heim. Þetta var samtals um 220 km leið.


 17. apríl fóru Pétur, Elmar og Bubbi K á sleðunum út í Fjörður og Flateyjardal. Þeir skoðuðu alla helstu staði í Fjörðunum og litu við í Heiðarhúsum og Þönglabakka. Eknir voru tæplega 200 km í sól og blíðu.

  

Lesa meira

Aðstoð við Eyjafjarðará

Aðfaranótt miðvikudags fór Ingi og aðstoðaði unga menn sem voru að athafna sig í Eyjafjarðará. Þeir höfðu fest bílinn í sandi neðan við Hrafnagil og vatn var byrjað að flæða inn í bílinn. Bíllinn var spilaður upp svo að þeir félagar gætu farið að þurrka hann.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is