Flýtilyklar
Fréttir
Vinnukvöld
Það verður vinnukvöld annað kvöld í Bangsabúð. Mæting er kl. 19:00 og svo...
Flugeldasala á Þrettándanum.
Flugeldasíminn er 8441380.
Aðstoð við að bjarga hestum.
Á Nýársdag var farið að grenslast fyrir um 3 hesta sem voru horfnir frá Brúnagerði í Fnjóskadal. Sáust slóðir sem
lágu norður dalinn og þar upp á Vaðlaheiði, sást síðan daginn eftir til þeirra vestarlega á
Bíldsársskarði.
Sleðadeildarfundur í gær.
Í gærkvöldi var fundur hjá sleðadeild fram í Bangsabúð. Mjög góð mæting var á fundinn eða 14 manns en á hann mættu líka eigendur fjórhjóla þar sem mikil samlegð er með þessum tækjum. Gengur sleðadeildin því nú undir nafninu skoppara og mottudeildin.
Fundur annað kvöld
Sleðadeildin verður með fund í Bangsabúð kl. 19:30, eða klukkustund á undan almenna fundinum. Þeir sem starfa í sleðadeild eða hafa áhuga á að starfa með sleðadeild eiga að mæta á þennan fund.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Nýtt ár að ganga í garð
Nú er en eitt árið að baki og við fögnum nýju ári að vanda. Íslendingar haft þann sið til margra ára að fagna nýju ári og kveðja það gamla með því að skjóta upp flugeldum. Flugeldar og meðferð þeirra getur verið varasöm og valdið mönnum og skepnum óþægindum.
Gleðileg Jól.
Þar sem að Jólin eru nú á næsta leiti þá er ekki seinna en vænna að segja........
Gleðileg Jól og hafiði það sem allra best um hátíðarnar.
Sjáumst hress í Flugeldasölunni.
Björgunarsveitin safnar símum
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru að hefja nýtt fjáröflunar- og endurvinnsluátak undir heitinu „Svaraðu
kallinu!“
Átakið felst í því að björgunarsveitir safna gömlum gsm símum en ljóst er að slíkir símar leynast víða
hjá landsmönnum.
Flugeldasala í fullum gangi
Flugeldasölustaðurinn er opinn 28 - 30 des. frá kl 10-22 og 31 des frá 9-16. Hvetjum alla til að styrkja okkar góðu björgunarsveit.
Dalbjargarblaðið
Dalbjargarblaðið rennur út úr prenntvélinni á morgun og verður dreift á annann í jólum. Þið getið skoðað það á tölvutækuformi hér á síðunni með því að smella hér.
Kveðja Ritnefndin