• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Gatið þar sem boltinn boraði sig út.

Vinnukvöld hjá sleðaflokk

Í gærkvöldi mættu félagar úr sleðaflokki sem ætla í hálendisferð um næstu helgi heim til Péturs. Þar voru ferðaplön rædd og síðan var farið í að skipta um drifolíu. Þegar var verið að skipta um olíuna komumst við að galla í öðrum sleðanum, bolti sem heldur driftannhjóli hafði losnað og étið sig út í gegnum drifhúsið. Ákváðum við að gera bráðabirgðaviðgerð á sleðanum.
Lesa meira

Unglingadeild

Sælir krakkar og takk fyrir daginn og gærkvöldið. Ég vil minna ykkur á að þeir sem ætla að fá peysur og eiga eftir að máta, endilega drífið ykkur í 66°N og finnið ykkar stærð svo við getum farið að panta. Og ef einhverjir sem eru ekki í unglingadeildinni vantar peysur, mátið þá líka og látið vita svo við getum gert eina pöntun.
Lesa meira
Myndi er stolin.. muhahaha

Fjáröflunarvinna

Það verður vinna núna um helgina á Grund við að hjálpa nýjum eigendum að taka til í útihúsum. Það eru margir búnir að skrá sig í vinnu á sunnudag en okkur vantar en nokkra á laugardag. Endilega hefið samband við Helga og leggið ykkar af mörkum. Já og gott að minna ykkur á að taka frá helgina 14-15 mars en þá verður farið í fjallaferð.. :-)
Lesa meira
Dreifing Tetra kerfisins

Tetra námskeið

Það verður Tetra námskeið í Bangsabúð næsta sunnudag, 24. febrúar kl. 18:00. Námskeiðið tekur tæpar 4 klst. og leiðbeinandi er Ingólfur Haraldsson. Þetta er kerfi sem við þurfum öll að læra á og því hvetjum við ykkur til að skrá ykkur á námskeiðið. Þið getið annað hvort haft samband við Sunnu, eða skráð ykkur beint á námskeiðið hér.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Lesa meira
Nýr búnaður sleðadeildar.

Sleðadeildarfundur

Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður fundur hjá sleðadeildinni í Sunnutröð 3 (hjá Pétri).
Núna þurfum við að ákveða dagsetningu fyrir ferð á hálendið og eins að ræða um æfingu fyrir sleðahópinn.
Farið verður yfir sleðana og búnað þeirra svo að allir kunni á hann. Merkingar verða vonandi komnar svo að við getum merkt þá.
Lesa meira
Bangsi klár í slaginn

Fréttir af Bangsa snjóbíl.

Í síðustu viku fóru Ingi og Víðir með snjóbílinn okkar fram í Torfufell. Bíllinn var búinn að vera í geymslu hjá Óskari í Grænuhlíð en verður nú geymdur í Torfufelli. Þeir félagar eru búnir að vera að ditta að honum og heyrst hefur að stefnt sé á að prófa Vatnahjallann um næstu helgi.
Lesa meira

Erindrekafundur

Á morgun, þriðjudag, kl. 20:00 verður erindrekafundur í Bangsabúð. Spjallað verður um það sem er á döfinni hjá okkur, og einnig hvað er framundan hjá Landsbjörg. Þetta verður mjög skemmtilegur og fróðlegur fundur og hvetjum við sem flesta til að mæta.
Lesa meira
Snædís og nýliðinn neðan við Litla-Krumma

Nýliði æfir á sleða

Í dag fóru Pétur, Snædís og nýliði í sleðahóp sem vildi ekki láta nafn síns getið í æfingarferð upp í Reykárbotna. Það þurfti að þræða snjóinn til að komast upp eftir frá Hrafnagili og var færið meyrt en síðan hart eftir því sem ofar dró. Nýliðinn stóð sig með prýði þrátt fyrir smá örðugleika og látum við nokkrar myndir fljóta með. 
Lesa meira
Við búðir mannanna á Urðarvötnum

Björgun á frönskum skíðagöngumönnum

Svæðisstjórn á svæði 11 var kölluð út upp úr hálf tvö í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem voru í vandræðum á hálendinu ofan Eyjafjarðar. Mennirnir lögðu af stað inn á hélendið í gær og ætluðu að ganga suður og yfir það. Þegar þeir voru komnir upp að Urðarvötnum urðu þeir að tjalda og halda kyrru fyrir þar sem vonskuveður var á svæðinu.

Lesa meira

Fundur hjá unglingadeild

Sælir krakkar.
Munið eftir fundinum í kvöld kl. 19:00 í Bangsabúð. Við ætlum að ræða dagskrána okkar fram á sumar og gera eitthvað fleira skemmtilegt ef tími er til þess. Ef ykkur vantar far, hafið þá samband við Sunnu, Gullu, Hemma eða Marsibil.
Sjáumst í kvöld!
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is