• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Óveður í gærkvöldi

Óveðrið í nótt

Mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í Eyjafirði var mjög hvasst og fór vindhraði í 47,3 metra á vindmæli við Öxnafell. Nokkrar skemmdir urðu á trjám og einnig fauk stór þakgluggi af lausagöngufjósi á bænum Ytri-Tjörnum. Björgunarsveitin var kölluð út til að aðstoða ábúendur við að negla fyrir gluggann. 
Lesa meira
Kvennasniðið

Unglingadeild

Sælir krakkar
Ég vil minna ykkur á að ef þið viljið kaupa ykkur Landsbjargar flíspeysu merkta unglingadeildinni, farið þá endilega í 66°N og mátið hvaða stærð þið þurfið. Svo er fundur hjá okkur næsta mánudag, kl. 19:00 í Bangsabúð, og þá væri gott ef þið gætuð sagt okkur stærðirnar ykkar.
Lesa meira
Ráðið ráðum of við Hrafnagil

Sleðamenn æfa.

Í dag fóru Hermann, Tómas og Rolf á sleða og var ferðinni heitið inn á Glerárdal en vegna veðurs var snúið við í miðri hlíð og haldið yfir á betri bakkann.
Lesa meira
Séð út fjörðinn norðan við Stóra-Krumma

Talstöðin virkar vel!

Ég gat ekki stillt mig um að fara á sleða í morgun þar sem þeir eru inn í bílskúrnum hjá mér og sól og logn úti. Ég hafði samt góða ástæðu
Lesa meira
Staðarbyggðarfjall kl 08:30

Sleða veður!!

Smá innskot frá veðurstofunni. Sól, logn og 5° frost. (Er það ekki nálægt lagi hjá mér Óli?)
Lesa meira
Smári að bora í fínu sleðana.. :=)

Vinna í sleðum.

Í gærkvöldi unnu Smári, Pétur og Palli við að setja talstöð og loftnet á annann sleðann og vindlakveikjara í báða sleðana. Núna þurfa menn aðeins að taka mér sér heyrnartól af td. ipod, síma eða einhverju sem er með venjulegum Jack þegar farið er í ferðir.
Lesa meira
Skjóldalur í sól og blíðu.

Sleðadeildin á Glerárdal.

Félagar sleðadeildarinnar fóru í tvær ferðir inn á Glerárdal 22 janúar. Um morguninn fóru Pétur, Tómas og Helgi á þremur sleðum inn Glerárdal í Lamba, héldu síðan áfram fram af Þröminni og niður í Skjóldal.
Lesa meira

Fundur

Almennur fundur verður í Bangsabúð næsta sunnudag, 3. febrúar, kl. 20:15. Vonumst til að sjá sem flesta.
Lesa meira

Unglingadeildin!

Sælir krakkar.
Okkur datt í hug að hafa skyndihjálparnámskeið næsta þriðjudagskvöld og viljum kanna þátttökuna áður en það verður alveg ákveðið. Þetta er jafnt fyrir þá sem hafa aldrei farið á námskeið og fyrir þá sem vilja rifja upp, enda er alltaf þörf á því.
Lesa meira

Unglingadeildin

Í gærkvöldi var haldinn unglingadeildarfundur í Bangsabúð. Þar mættu margir nýjir og ferskir meðlimir í bland við gamla og góða. Við ræddum um starfið sem er framundan hjá okkur og allir ætla að koma með góðar hugmyndir um hvað við getum gert í vetur á næsta fund sem verður sennilega 11. febrúar. Einnig bættust í hópinn fleiri umsjónarmenn í viðbót við Hemma og Binna sem hafa verið með þessa deild, en það eru Gulla, Marsibil og Sunna. Við viljum líka hvetja fleiri krakka til að koma og taka þátt með okkur ef áhugi er fyrir hendi.
Sjáumst hress á næsta fundi,
kveðja Sunna.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is