• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Kynning frá Fjallakofanum

Næsta miðvikudag, þann 23. september er okkur boðið á kynningu frá Fjallakofanum. Hún verður haldin í H12, Súluhúsinu, kl. 20:00.
Þetta verður án efa skemmtileg kynning á góðum útivistarvörum og við hvetjum því sem flesta til að mæta.
Lesa meira

Aðstoð við ferðafólk

Fimmtudagskvöldið 10. september rakst Ingi á slæptan þýskan hjólamann sem var á gangi skammt frá Hólsgerði. Hjólið hans hafði bilað inn á dal og hann var búinn að ganga um 6 km til byggða í roki og ausandi rigningu.

Lesa meira
Fyrsta hjálp 1

Fyrsta hjálp 1

Námskeið í fyrstu hjálp 1 verður haldið í Hrafnagilsskóla um næstu helgi, dagana 18.-20. september.
Lesa meira

Útkall á Garðsárdal

Laugardaginn 5. september fengu Hjálparsveitin Dalbjörg og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri útkallsbeiðni vegna manns sem hafði slasast í göngum inn á Garðsárdal.
Lesa meira
Margt á prjónunum

Margt á prjónunum

Það er margt að gerast hjá okkur í vetur og það byrjar með viðburðaríku hausti. Námskeið í fyrstu hjálp, haustferð og landsæfing eru meðal atburða á næstunni.
Lesa meira
Fundur og ýmislegt

Fundur og ýmislegt

Fyrsti almenni fundur vetrarins verður í kvöld í Bangsabúð kl. 20:30. Þar verða kaffiveitingar í boði og spjallað verður um starf vetrarins. Það stefnir allt í að nóg verði að gera hjá okkur í vetur.
Lesa meira

Girðingavinna, Handverksslútt og fundur

Sælir félagar og velkomin á nýtt starfsár :)

Haustið byrjar með látum, það er meira en nóg að gera hjá okkur. Fyrst ber að nefna girðingavinnuna sem verður annað kvöld og á fimmtudagskvöldið í Grænuhlíð; hafið samband við Eið ef þið komist eða komist ekki.
Lesa meira

Eftirgrennslan að beiðni lögreglu

Fimmtudagskvöldið 13.ágúst um kl. 21:50 barst beiðni frá lögreglu um að svipast um eftir fólki sem ætlaði frá Akureyri upp í Laugarfell en hafði ekki skilað sér. Við nánari athugun og samtal við fólk sem var að koma niður dalinn var líklegur bíll staðsettur um 25 km innan við Hólsgerði eða mjög norðarlega á fjallinu inn af Eyjafirði.

Lesa meira
Þegar skúffukökur bakast...

Þegar skúffukökur bakast...

Nú er komið að frábæru handverkshátíðinni sem er haldin í sveitinni okkar á hverju ári. Í ár verður hátíðin með örlítið breyttu sniði og við ætlum að taka meiri þátt í henni en við höfum áður gert - og þetta verður bara skemmtilegt. Ásamt UMF Samherjum, Lions klúbbnum Vitaðsgjafa, Hestamannafélaginu Funa og kvenfélögum sveitarinnar ætlum við að hjálpa til við að gera þessa hátíð sem glæsilegasta.
Lesa meira

Sprungið dekk

Á dögunum fór einn félagi Dalbjargar, Ingvar í Ártúni, til hjálpar drengjum sem voru fastir inni á Eyjafjarðardal þar sem það hafði sprungið dekk undir bílnum þeirra. Þeir voru búnir að bíða í nokkrar klukkustundir þar sem ekkert farsímasamband var á staðnum en svo vel vildi til að fólk sem átti leið hjá gat komið skilaboðum til byggða um að þá vantaði hjálp. Ingvar keyrði til þeirra með varadekk sem var svo skipt um, og drengirnir komust heilu og höldnu til byggða.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is