• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Girðingarskemmtiganga

Jæja þá ætlum við í heilsubótargöngu á fimmtudag upp með Mæðuveikisgirðingunni. Það er spáð 12° hita og sól þannig að þetta verður bara gaman. Mæting kl 19:30 við Rifkelsstaði og allir helst með hamar eða naglbít.
Lesa meira
Halli á æfingu fyrir ferðina......Leiðin er samt ekki svona extreme.:)

Sumarferð 5. júní

Nú er komið að fyrsta skipulagða atburðinum sem sumarnefndin hefur verið að plana og það er ferðin í Kotagilið, sem er í Norðurárdal. Því næst er hugmyndin að renna í Merkigil sem er í Austurdal í Skagafirði.
Lesa meira
Lítið keyrð Lada station til sölu.. Tilboð..

Hjálparslökkvilið á æfingu

Hjálparlið Dalbjargar var með æfingu í gær fram við Hóla. Æfingin byrjaði í Bangsabúð með yfirferð á kerru og var búnaður klár til notkunar. Hjálparliðsmenn fengu síðan 3 nýja (gamla) slökkvigalla frá Slökkviliði Akureyrar þannig að núna eru Hlynur, Víðir, Ólafur, Ingvar, Guðmundur og Jóhannes komnir með slökkvigalla.

Lesa meira

Æfing hjá Hjálparliði

Þriðjudag kl 10 verður æfing hjá hjálparslökkviliði Dalbjargar. Byrjað verður á bóklegri upprifjun í Bangsabúð og síðan farið út á mörkina til æfinga.
Lesa meira
Þessi mynd náðist af Halla á fundinum í gær.

Fundur hjá sumarnefnd.

Sumarnefnd Dalbjargar hélt fund í gærkvöldi 17 maí. 
Eftir 4 tíma fund komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hittast 4 sinnum í sumar til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman.




Lesa meira

Góður fundur í gærkvöldi

Á fundinum í gær var farið í gegnum mörg mál, gerðar breytingar á skipulagi og ákveðið að ráðast í framkvæmdir, en yfir 20 manns mættu á fundinn. Helstu mál voru:

Lesa meira

Fagnámskeið í leitartækni

Dagana 13-16 maí verður Fagnámskeið í leitartækni haldið á Akureyri. Við vonumst til að geta sent áhugasama aðila á námskeiðið og þeir síðan miðlað áfram til okkar við kennslu og stjórnun.
Lesa meira
Allir að mæta í úbergóðuskapi.

Allir í keilu!

Nú ætlum við að drífa okkur í keilu miðvikudagskvöldið 12. maí kl 20:00. Við þurfum að panta brautir í tíma þannig við viljum biðja ykkur að skrá ykkur hérna í athugasemdum.

Kveðja stjórnin =)

Lesa meira
Almennur fundur 2. maí

Almennur fundur 2. maí

Fundurinn verður að venju í Bangsabúð og hefst kl. 20:30.

Dagskrá fundar:

  • Dagskrá fyrir árið kynnt
  • Boðunarskrá og verklag við útköll
  • Yfirfara útkallslista okkar
  • Húsnæðismál rædd
  • Erindi frá Bílaflokki varðandi Patrol og Cruiser
  • Önnur mál
  • Dagskrá fram að júlí-fundi kynnt

Lesa meira

Ný stjórn tekin til starfa

Í gærkvöldi var fyrsti fundur nýrrar stjórnar og tók Pétur R. við formennsku Dalbjargar og stjórn skipti með sér verkum.

Stjórn er þannig skipuð:

  • Pétur R Tryggvason     Formaður
  • Eiður Jónsson              Varaformaður
  • Jóhannes Jakopsson   Gjaldkeri
  • Viðar Garðarsson         Ritari
  • Ragnar Jónsson           Meðstjórnandi

Hermann Ingi, Ingvar Þröstur og Helgi Hinrik gengu úr stjórn og viljum við þakka þeim fyrir vel unnin störf.

Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is