• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Vinnutörn

Björgunarsveitin tók að sér að setja upp sýningarkerfi í Íþróttahöllinni líkt og við gerðum á Hrafnagili fyrir handverksýninguna. Týsmenn eru með okkur í þessu og byrjaði mannskapur á sunnudaginn að setja samann veggi en síðan mætti her manns 10 frá Dalbjörg og 4 frá Tý í gærkvöldi og henntu þessu upp á rúmlega 3 tímum.

Á fimmtudag kl 15:30 þarf síðan að rífa þetta niður á met tíma og þá þurfum við alla sem geta mögulega komist til að mæta þar sem að við höfum aðeins um 2-3 tíma í það verk. Þeir sem geta mætt verða að láta Ragnar vita.

Takk fyrir. =)

Lesa meira
Svæðið er þekkt ísbjarnaslóð

Útkall á Þverárfjall

Dalbjörg fékk ósk í um kl. 21. í gær um aðstoð við leit að gangnamanni sem týnst hafði á fjalllendinu milli Skagastrandar og Skagafjarðar í gærmorgun.

Mönnuðum við tvo, sex manna gönguhópa, tvo undanfara á klifurhjólum, bílstjóra og svæðisstjórnarmann sem voru klárir að fara á miðnætti vestur til að leysa af mannskap sem var við leit.

Lesa meira
Hólafjall í Eyjafirði

Útkall í Hólafjall

Hjálparsveitin fór til aðstoðar í gær um kl 16. vegna gangnamanns sem slasast hafði í göngum í Hólafjalli ofan Hólakots.
Gangnamaðurinn, stúlka á táningsaldri hafði dottið og slasast á fótlegg og við það orðið viðskila við aðra gangnamenn. Fannst hún fljótlega og var búið um hana og borin niður úr fjallinu til móts við sjúkrabíl sem flutti hana til Akureyrar. 

Lesa meira
Þönglabakki í Þorgeirsfirði

Útkall í Þorgeirsfjörð

Tækjaflokkur Dalbjargar var boðaður út kl 21:30 í gærkvöldi vegna veiks manns í Þorgeirsfirði út í Fjörðum. Fóru sjö manns á tveimur jeppum úteftir til aðstoðar.

Sjúkrabifreið með þremur sjúkraflutningamönnum fór áleiðis á staðinn ásamt björgunarsveitinni Ægi á Grenivík en þar sem slysið var utan alfaraleiðar voru fleiri björgunarsveitir  boðaðar út til aðstoðar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig boðuð út og sótti hún manninn og lenti með hann á Akureyri rétt fyrir miðnætti.

Lesa meira

Fyrsti almenni fundur vetrarins

Hefur þú áhuga á útivist, ferðalögum og skemmtilegum félagsskap? Þá er Hjálparsveitin Dalbjörg málið fyrir þig.
Lesa meira
Almennur fundur

Almennur fundur

Fyrsti fundur haustsins verður haldinn í Bangsabúð 11. september kl  20:00. Ákveðið var að færa hann þangað þar sem að fyrstu göngur eru núna um helgina og margir sem verða þreyttir og með strengi núna á sunnudag.
Það eru mörg áhugaverð málefni sem þarf að ræða og skýra frá s.s.

  • Handverkshátíð
  • Breyting á Cruiser
  • Sameiningarmál
  • Húsnæðismál
  • Dagskrá fram að áramótum
  • Viðurkenning til okkar félagsmanna
  • Námskeið í október
  • Önnur mál

Ég vil hvetja ykkur til að mæta og taka þátt í umræðunni því nú verður margt ákveðið og stjórn vill að sem flestir komi að málunum.

Lesa meira

Handverks-slútt!

Föstudagskvöldið 20. ágúst verður haldið handverksslútt í Laugarborg. Það hefst kl. 20:30, og verður farið yfir myndir og starfið á Handverkshátíðinni, auk þess sem léttar veitingar verða í boði.

Allir sem lögðu hönd á plóg við hátíðina eru velkomnir, og við hvetjum sem flesta til að mæta!
Lesa meira

Vinnukvöld hjá tækjaflokki

Í kvöld verður vinnukvöld hjá tækjaflokki. Það verður á Akri og mæting er kl. 20:00. Frekari upplýsingar gefur Eiður í síma 8615537.
Lesa meira

Fjölskyldu útilega Dalbjargar í Ásbyrgi

Nú er stefnan tekin í Vesturdal við Ásbyrgi og er planið að menn hittist þar á föstudagskvöldi.
Lesa meira
Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit

Útkall við Hrafnagil

Lögreglan á Akureyri boðaði út björgunarsveitir á svæði 11. um kl 15. í dag vegna konu sem saknað var við Hrafnagil. Konan sem er á fimmtugsaldri hafði farið í göngutúr snemma í morgun og ekkert hafði til hennar spurst eftir það. Hjálparsveitin Dalbjörg og Súlur björgunarsveit hófu leit á líklegum svæðum næst Hrafnagili. Klukkan 16:30 fundu björgunarsveitarmenn á mótorhjólum konuna í fjalllendi ofan Hrafnagils voru þá yfir 30 björgunarsveitarmenn í leit. Konan fann til slappleika og svima og hafði sofnað, henni var fylgt niður og þar hlúðu björgunarsveitarmenn að henni.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is