• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Brjóta bein og fleira???

Brjóta bein og fleira???

Þá er komið að því, núna reimum við á okkur íþróttaskóna og finnum svitaböndin og mætum út á strönd í Valsársskóla.
Mánudagskvöldið næstkomandi ætlum við í Dalbjörg og félagar okkar í Tý að mæta í íþróttahúsið þeirra í þeirra boði og leika okkar. Ræðst það af þvi hverjir mæta hvað við gerum s.s. fótbolti, bandí,körfubolti,blak eða það sem fólki dettur í hug.
Megið kvitta ef þið ætlið að mæta.

Lesa meira

Unglingadeildin að hefja störf

Þá er starf unglingadeildarinnar Bangsa að hefjast en er að með breyttu sniði frá því sem var. Nú er unglingadeildin aðeins keyrð á vorönn og fram á sumar og er hún ætluð krökkum frá tíundabekk til 18 ára aldurs . Er hugsunin með því að hafa starfið markvissara og skilar sér betur til þeirra sem taka þátt.
Guðlaug Sigríður verður yfirumsjónarmaður og Helga umsjónarmaður en margir aðrir munu hjálpa til. Hugsunin er að þær tvær muni sjá um að halda utan um dagskrána sem er komin og sjá til þess að fá mannskap til að hjálpa til við kennslu eða verkefni. Við hin hinsvegar tökum vel í það þegar þær leita til okkar og er hugmyndin að aðeins verði leitað einu sinni til hvers og eins með að hjálpa til á hverri önn.
Starf deildarinnar verður kynnt í Hrafnagilsskóla á föstudag og þá geta krakkar skráð sig í hana sem ekki voru skráð í hana fyrir. Formleg dagskrá heldur síðan áfram í næstu viku með kassaklifri í íþróttahúsinu.

Lesa meira
Vinnukvöld

Vinnukvöld

Annað kvöld kl. 20 verður vinnukvöld hjá okkur fram í Bangsabúð. Við þurfum að taka til eftir flugeldasöluna og snyrta húsið. Við reiknum með að vera fljót að þessu og geta sest niður og fengið okkur kaffi bolla á eftir. Við förum á Hiace frá Leirunni kl 19:30 þannig heyrið í Pétri eða Smára ef þið viljið far.

Lesa meira
Bíll slökkviliðsins eftir útkallið

Eldur í hesthúsi

Rétt um miðnætti fékk Slökkvilið Akureyrar tilkynningu um eld í hesthúsi við Jódísarstaði í Eyjafjarðarsveit. Vonskuveður var á svæðinu og blindbylur. Ferð slökkviliðsins á eldstað sóttist hægt sökum slæms skyggnis. Hjálparsveitin Dalbjörg var einnig kölluð út, en sveitin aðstoðar slökkviliðið í eldútköllum og björgunarstörfum í Eyjafirði.

Lesa meira
Nýtt ár gengið í garð

Nýtt ár gengið í garð

Hjálparsveitin Dalbjörg óskar meðlimum hennar, íbúum Eyjafjarðarsveitar svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs.

Fyrsti fundur ársins verður sunnudagskvöldið 9. janúar.

Lesa meira
Útkall á Eyjafjarðardal

Útkall á Eyjafjarðardal

Á ellefta tímanum í gærkvöldi (fimmtudag) barst Hjálparsveitinni Dalbjörg ósk um aðstoð frá tveimur jeppamönnum sem voru í vandræðum inn á Eyjafjarðardal. Mennirnir sem eru á tveimur fjallajeppum höfðu ákveðið að fara niður dalinn í fyrradag, þegar þeir komu ofan í dal botninn sáu þeir að dalurinn væri ekki fær og ekki komust þeir til baka upp.

Lesa meira
Við treystum á ykkar stuðning!

Við treystum á ykkar stuðning!

Hjálparsveitn Dalbjörg gerir út öflug björgunartæki og hefur mannskap sem leggur mikið á sig til að vera til taks fyrir þig.
Ágóði af flugeldasölu gerir okkur kleift að endurnýja búnað og mennta okkar mannskap.
Nú leitum við til þín!

Okkar árlega flugeldasala hófst í gær og er hún eins og áður í Hrafnagilsskóla. Það er opið frá kl 10-22 á morgun og á Gamlársdag frá kl 9-16.
Við treystum á ykkar stuðning.

Lesa meira
Flugeldasalan nálgast

Flugeldasalan nálgast

Þá er farið að styttast í flugeldasöluna, Hermann hefur umsjón með öllu sem tengist sölunni og ég vona að menn taki vel við sér þegar að hann óskar eftir mannskap í hana. Við verðum með söluna á Hrafnagili og byrjum 28. og þá þarf mikið af mannskap til að koma sölustaðnum upp.
Lesa meira
Aðstoð við að ná kindum.

Aðstoð við að ná kindum.

Hjálparsveitin fór síðasta laugardag og aðstoðaði bændur við að ná kindum inn á Sölva og Þormóðsstaðardal. Kindurnar höfðu orðið eftir göngum í haust og var vitað að einhverjar héldu sig inn á dölunum.

 

Lesa meira

Þema litlu-jólanna í ár er.....

durururururummmmm..

SILFUR!!!

Allir að mæta í silfurfötunum sínum.. (eða a.m.k. með aukahluti) aðrir verða reknir út.

Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is