Flýtilyklar
Fréttir
Stóra helgin!
Björgunarleikar á Hellu
helgina 13. - 15. maí verða og að venju
haldnir björgunarleikar í nágrenni Hellu.
Keppnin er að þessu sinni í umsjá Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík
og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Búið er að skipulegga um sjö krefjandi þrautir, þar sem reynir á
fjölþættasta kunnáttu björgunarveitarmanna.
Almennur fundur
Þá er komið að Maí fundinum og verður hann haldinn á sunnudagskvöldið í Bangsabúð. Húsið opnar kl 20:00 og fundur byrjar 20:30. Það er ýmislegt á dagskrá s.s. Landsþing, Björgunarleikar og árshátið Landsbjargar en þangað ætlum við að fjölmenna. Stefna stjórnar verður kynnt auk annara mála.
Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudag. Stjórnin.
Fjölskyldudagurinn
Þá er komið að fjölskyldudegi Dalbjargar en hann verður næstkomandi sunnudag 1. maí í Kjarnaskógi. Sumarnefndin er komin á fullt að undibúa leiki og smá þrautir fyrir alla fjölskylduna. Formleg dagskrá byrjar kl 11.
Grill verður á staðnum og menn hafa með sér á grillið sjálfir. Við vonumst til að sjá sem flesta með fjölskylduna enda lofar veðurspáin góðu, 18° og sól.. =)
Útkall F3
Mikið um að vera í gær
Í gær, laugardaginn 23. apríl, var sumarhátíð á Melgerðismelum sem að félagar Hestmannafélagsins Funa stóðu
fyrir. Þar var margt um að vera og fóru Ingi og Jói með hjálparsveitarjeppana okkar svo að fólk gæti skoðað
þá.
Sleðaflokkurinn með þá Pétur, Bubba, Vidda og Ketil fór í æfingarferð í gær út á Tröllaskagann.
Langur og góður dagur
Páskagangan var gengin núna á föstudaginn langa í Eyjafjarðarsveit. Lagt var af stað frá Steinhólum (Bangsabúð) og genginn
hringurinn fram á Vatnsendabrú, niður að vestan og aftur yfir Hringmelsbrúna og til baka í Bangsabúð samtals 26 km.