• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Gleðileg Jól

Gleðileg Jól

Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit óskar sveitungum sínum og landsmönnum öllum Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Flugeldafundur

Flugeldafundur

Félagar það verður flugeldafundur á sunnudagskvöld kl 20:30 í Félagsborg. Allir að mæta og fara yfir vertíðina saman.
Kv. Hermann
Lesa meira

Skráning á Litlu Jól

Sælir félagar ;)
Félagsborg kl 20:00 Laugardaginn 17 des. ;)
ég vil biðja þá sem eiga eftir að skrá sig á Litlu Jólin að gera það hér á síðunni við þessa frétt eða hina á undan eða senda mér sms í 8699380.
Svo vil ég líka minna á pakkaleikinn allir eiga auðvitað að koma með pakka að hámarki 1000kr.
endilega allir að skrá sig ;)
Hlakka til að sjá ykkur
kv Nefndin ;)
Lesa meira
Litlu Jól !

Litlu Jól !

Jæja við ætlum að kýla á smá Litlu Jól. Og áætlað er að halda þau í Félagsborg Laugardagskvöldið 17 des. Þetta verður bara létt og skemmtilegt og hittumst og borðum saman og skiptumst á pökkum og reynum að rífa upp smá jólastemmara og hrista saman hópinn fyrir flugeldasöluna ;) Þannig að nú er um að gera að taka kvöldið frá og mæta og hafa gaman ;)
kv litla Litlu Jólanefndin.

Húsið mun opna kl 20:00 og borðhald hefst 30 mín síðar ;) endilega allir sem ætla að mæta skrá sig hérna í athugasemdir í síðasta lagi Miðvikudaginn 14.des.
Lesa meira

Fundur ì kvöld

Lesa meira
Nefndin

Litlu-jólanefnd!

Hér er nefndin fyrir Litlu-jólin! 

Annett, Hulda (sem hefur kannski annað að gera í augnablikinu, spurning um að fá varamann?), Elmar, Halli og Arnar. Svo minnir okkur að Árni hafi átt að vera þarna líka... einhver sem man?

Nú er bara um að gera að ákveða dagsetningu :)

Lesa meira

Stjórnarbreytingar

Á síðasta félagsfundi urðu breytingar á stöðum innan stjórnar og eru þær nú sem hér segir: 

Eiður Jónsson, formaður
Viðar Garðarsson, varaformaður
Jóhannes Jakobsson, gjaldkeri
Haraldur Þór Óskarsson, ritari
Pétur Róbert Tryggvason, meðstjórnandi.

Í vor verða kosningar á aðalfundi um allar stöður innan stjórnar nema stöðu gjaldkera. 
Lesa meira
Mynd af Fimmvörðuhálsi í dag.

Útkall grænn leit á Fimmvörðuhálsi.

Fyrir hádegi í dag var leitað til svæðisstjórnar á svæði 11 um mannskap til leitar á Fimmvörðuhálsi. Þar stóð yfir leit af Svía sem saknað hafði verið síðan kvöldið áður. Vont veður og erfitt landsvæði er þarna svo óskað var eftir vönum fjallgöngumönnum.
Lesa meira
Núna er komið að haustferðinni.

Núna er komið að haustferðinni.

Lagt verður af stað kl 9 á laugardagsmorgun frá Gellunesti og farið um Skagafjörð og upp í Laugafell. Þar er gert ráð fyrir að gista svo menn skulu taka með sér viðeigandi klæðnað til baðferða og svefns..Hjálparsveitin mun bjóða upp á grillaða klafa um kvöldið en annars þurfa menn að hafa með sér fæði til að troða í grímuna á sér.Síðast en ekki síst MUNA eftir 2500 krónum í gistigjöld og skráning fer fram við þessa frétt fyrir fimtudagskv. kl 22:43.
Lesa meira
Námskeið á miðvikudagskvöld.

Námskeið á miðvikudagskvöld.

"Björgunarmaður við ár og vötn" verður haldið í Félagsborg á Hrafnagili, miðvikudagskvöld 9 nóv.  kl 20:00. Þetta er grunnnámskeið sem að allir þurfa að taka og er ennig kennt í fjarnámi ef þið komist ekki á miðvikudag.
Skráið ykkur við fréttina.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is