• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Páskaganga 2012

Páskaganga 2012

Á morgun, föstudaginn langa, verður hin árlega páskaganga gengin frá Bangsabúð. Gangan hefst kl. 10 og verður genginn um 20 km. hringur. Félagar hjálparsveitarinnar munu keyra hringinn með vatn og þeim sem ekki vilja ganga alla leið gefst kostur á að fá far í Bangsabúð. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 15 ára og eldri.
Lesa meira

Aðalfundur!

Aðalfundur Dalbjargar verður haldinn í Sólgarði sumardaginn fyrsta 19 apríl nk.
Húsið opnar kl 20:00 og hefst fundurinn 20:30. kaffi og kökur verður að sjálfsögðu á boðstólnum og hvetjum við alla til að mæta.

Stjórnin.
Lesa meira

Fundur á sunnudag

Það er fundur á sunnudag.. Já ég veit það er 1 apríl en það er samt fundur.. Húsið opnar kl. 20 og fundur byrjar 20:30..
Lesa meira
Bangsi í nýjum búningi

Dalbjargarferðin

Það er góð helgi að baki en um síðustu helgi var farið í "stóru" Dalbjagarferðina. Við lögðum af stað á föstudagskvöld upp Vatnahjalla og haldið í Bergland og gist þar, á laugardeginum var farið norður á Nýjabæjarfjall og margir dalir þræddir og svæðið skoðað vel í blíðunni áður en menn fikruðu sér suður með Austurdalnum inn í Grána.
Lesa meira
Dalbjargarferð

Dalbjargarferð

Þá er komið að stóru Dalbjargarferðinni en hún verður farin næstu helgi 23-25. mars Lagt verður af stað frá Bangsabúð kl 17:00 og er stefnt að fara í Bergland á föstudagskvöldi og gista þar. Síðan notum við laugardaginn til að kynna sér okkar svæði s.s. Torfufell, kíkja kannski ofan í Kaldbaksdal, Geldingsárdrög, Grána, gista síðan í Laugarfelli á laugardagskvöldið þar sem verður grillað í boði sveitarinnar. Gistigjald er 3000 kr og greiðist með cash í upphafi ferðar:) Þeir sem ætla með verða skrá sig hér á síðunni fyrir miðvikudagskvöldið eða hringja í Viðar s 8660546
Lesa meira
Útkall F1 Rauður Flateyjardal

Útkall F1 Rauður Flateyjardal

Björgunarsveitir við Eyjafjörð voru kallaðar út á fjórðatímanum í dag vegna slasaðs vélsleðamanns. Maðurinn var á ferð ásamt fleiri sleðamönnum á Flateyjardal þegar slysið varð. Samferðamenn hans fluttu hann í Heiðarhús meðan beðið var hjálpar.
Lesa meira
Dalbjargaræfing

Dalbjargaræfing

Miðvikudaginn 14. mars verður Dalbjargaræfing haldin hjá okkur fram í Bangsabúð. Kristján og Pétur sjá um að skipuleggja æfinguna en hún verður stutt og hnitmiðuð.
Almennur björgunarklæðnaður, fyrstuhjálpartaska, ýlar, stangir, skóflur er æskilegt.
Lesa meira

Almennur fundur Mars

Jæja félagar þá er komið að marsfundinum hjá okkur. Hann verður haldinn í Bangsabúð á sunnudag kl 20:30. Húsið opnar að vanda kl 20.. Hef heyrt að formaðurinn okkar góði hafi gleymt að boða fundinn í tíma og ætli því að bjóða upp á veitingar. :)
Meðalefnis
Stóra Dalbjararferði
Dalbjargaræfing 14 mars.
Hálendisgæsla í sumar
ofl.

Sjáumst hress..
Lesa meira

Björgunarmaður í aðgerðum

Varðandi þetta námskeið þurfa þeir sem ekki hafa náð þeim aldri sem skráður er í námskeiðið að skrá sig hér að neðan með nafni og kennitölu. Við sendum svo póst til Björgunarskólans sem handskráir ykkur inn á námskeiðið. 

Þeir sem eiga eftir að skrá sig mega endilega gera það fyrir laugardag; þ.e. sennilega Bjarney, Valla, Ólína, Hreiðar, Reynir og Júlíus. 

Lesa meira

Dótið er komið eða að koma

Jæja félagar 
Nú er dótið sem við pöntuðum komið eða væntanlegt og því þarf að fara að skila inn greiðslum. Það er hægt að sækja mannbrodda og ísexi til Jóa Jak en fyrst þarf að ganga frá greiðslunni.
Smellið  HÉR til að ganga frá greiðslu.

Síðan er búið að panta snjóflóðabúnaðinn og er hann væntanlegur fljótlega.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is