Flýtilyklar
Fréttir
Almennur fundur.
06.11.2011
Núna á sunnudag verður nóvemberfundurinn okkar og byrjar hann kl 20:30 í Bangsabúð. Húsið opnar eins og venjulega kl 20:00 og Ólöf mætir örugglega með bakkelsi. =)
Við vonum auðvitað til að sjá ykkur sem flest.
Dagskrá:
Haustferð
12.11.2011
Núna er komið að haustferðinni.
Lagt verður af stað kl 9 á laugardagsmorgun frá Gellunesti og farið um Skagafjörð og upp í Laugafell. Þar er gert ráð fyrir að gista svo menn skulu taka með sér viðeigandi klæðnað til baðferða og svefns..
Hjálparsveitin mun bjóða upp á grillaða klafa um kvöldið en annars þurfa menn að hafa með sér fæði til að troða í grímuna á sér.
Síðast en ekki síst MUNA eftir 2500 krónum í gistigjöld og skráning fer fram við þessa frétt fyrir fimtudagskv. kl 22:43.
Lesa meira
Lagt verður af stað kl 9 á laugardagsmorgun frá Gellunesti og farið um Skagafjörð og upp í Laugafell. Þar er gert ráð fyrir að gista svo menn skulu taka með sér viðeigandi klæðnað til baðferða og svefns..
Hjálparsveitin mun bjóða upp á grillaða klafa um kvöldið en annars þurfa menn að hafa með sér fæði til að troða í grímuna á sér.
Síðast en ekki síst MUNA eftir 2500 krónum í gistigjöld og skráning fer fram við þessa frétt fyrir fimtudagskv. kl 22:43.
Neyðarkall
03.11.2011
Þá er komið að Neyðarkallssölunni en hún byrjar á fimmtudag og er fram yfir helgi. Nú er mál að skrá sig allavega á eina vakt í
sölunni og taka bíltúr um sveitina. Við byrjum á fimmtudag kl. 18-22 og föstudag kl. 18-22. Á laugardag og sunnudag er vaktir frá kl. 10-14 og kl. 14-18.
Látið nú Viðar vita í síma 8660546 hvenær þið komist.
Lesa meira
Við komum til með að keyra þetta í tveimur hollum allan tíman þannig að það þurfa fjórir að vera á vakt í hvert
skipti.
Útkall Gulur leit við Varmahlíð
28.10.2011
Björgunarsveitir á svæði 11 (Eyjafjörður) voru kallaðar út upp úr kl 7 í morgun vegna þriggja pilta sem strokið höfðu af
meðferðarheimilinu Háholti í Skagafriði.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði höfðu leitað piltanna frá því um eitt leytið í nótt.
Lesa meira
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði höfðu leitað piltanna frá því um eitt leytið í nótt.
Sjúkratöskur
15.10.2011
Þar sem að þó nokkrir hafa óskað eftir því að kanna með sjúkratöskur fyrir einstaklinga þá er ég búin
að panta 10 stk. af þessum töskum og skrepp til Ameríkuhrepps í næsta mánuði til að sækja þær. Töskurnar eru tómar og
kosta 1500 kr. við munum síðan aðstoða við að fylla á þær og finna það sem upp á vantar fyrir virka félaga.
Lesa meira
HAUSTFAGNAÐUR
11.10.2011
Þá fer að líða að uppskeruhátíð félaga í Eyjafjarðarsveit en hún verður haldin laugardagskvöldið 22. okt.
í Funaborg á Melgerðismelum. Þar verður boðið upp á mat og uppistand og verður síðan léttur fílingur fram eftir
kvöldi.
Lesa meira
Frábær Landsæfing
08.10.2011
Landsæfing Landsbjargar var í dag á Ísafirði og nágrenni. Dalbjörg og Týr sendu saman tvo bíla með 7 manns innanborðs.
Öll verkefnin sem við tókust á við í dag voru fyrstahjálp, frá því að ná í tvo slasaða menn upp í fjallshlíð, aðtoða björgunarsveit sem velti jeppanum sínum og að lokum stórt verkefni ásamt rústabjörgunarhóp Kóps í stóru húsi sem hafði lent í jarðskjálfta.
Lesa meira
Öll verkefnin sem við tókust á við í dag voru fyrstahjálp, frá því að ná í tvo slasaða menn upp í fjallshlíð, aðtoða björgunarsveit sem velti jeppanum sínum og að lokum stórt verkefni ásamt rústabjörgunarhóp Kóps í stóru húsi sem hafði lent í jarðskjálfta.
Landsæfing á Vestfjörðum
03.10.2011
Nú getum við farið að hlakka en meira til!
Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldin á Ísafirði um næstu helgi 8 okt.
Við ætlum að sjálfsögðu að mæta og eru 4 nú þegar búnir að skrá sig. Hugmyndin er að það verði lagt af stað kl 13 frá Akureyri og haldið vestur og gist í íbúð sem að Dalbjörg er búin að panta. Æfingin sjálf er á laugardeginum og endar með grilli og sundi. Við myndum gista aðra nótt og halda síðan heim á sunnudag.
Nánari upplýsingar getið þið lesið hér.
Lesa meira
Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldin á Ísafirði um næstu helgi 8 okt.
Við ætlum að sjálfsögðu að mæta og eru 4 nú þegar búnir að skrá sig. Hugmyndin er að það verði lagt af stað kl 13 frá Akureyri og haldið vestur og gist í íbúð sem að Dalbjörg er búin að panta. Æfingin sjálf er á laugardeginum og endar með grilli og sundi. Við myndum gista aðra nótt og halda síðan heim á sunnudag.
Nánari upplýsingar getið þið lesið hér.
Almennur fundur.
01.10.2011
Þá er komið að októberfundinum okkar en hann verður haldinn í Bangsabúð sunnudagskvöldið 2 okt kl 20:30. Húsið opnar að venju
klukkan 20.
Á dagskrá er meðal annars:
Kveðja stjórnin.
Lesa meira
Á dagskrá er meðal annars:
- Landsæfing en hún er næstu helgi á vestfjörðum.
- Hópkaup og nýjung frá stjórn til að verðlauna félaga.
- Fatamál
- Námskeiðsmál
- Neyðarkall
- Bílamál
- Útkoma úr Handverki kynnt að hluta.
- Önnur mál
- Kaffi veitingar alla Ólöf.. :)
Kveðja stjórnin.