• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Nýr vatnabjörgunarbúnaður

Nýr vatnabjörgunarbúnaður

Þar sem við erum alltaf að auka við búnaðinn okkar til að tryggja eigið öryggi og skjólstæðinga okkar var ákveðið að kaupa öflugan vatnabjörgunarbúnað. Um er að ræða tvö sett sem fara í sitthvorn björgunarjeppann okkar og er haganlega komið fyrir í öflugum töskum.
Lesa meira
Dagskrá fyrir námskeið í Fyrstu hjálp 1

Dagskrá fyrir námskeið í Fyrstu hjálp 1

Þá er komið að því að halda námskeið í fyrstu hjálp 1 + hjá okkur og verður það í lok september. Verður það kennt á þremur kvöldum og hálfum laugardegi svo að flestir ættu að geta komist.
Núna verða allir að rifja það upp með sjálfum sér hvernig staðan er á skyndihjálpinni er en ætlast er til þess að menn taki hana á 2 ára fresti.
Þetta er auðvitað skyldunámskeið fyrir þá sem eru að byrja og hafa ekki tekið hana hjá okkur.


Lesa meira
Fundurinn í gærkvöldi

Fundurinn í gærkvöldi

Fyrsti fundur haustsins var í gærkvöldi fram í Bangsabúð. Það mættu yfir 20 manns á mjög skemmtilegan fund enda mikið jákvætt búið að vera í gangi hjá okkur.
Þau námskeið sem við stefnum á að taka námskeið í haust eru: Öryggi við sjó og vötn (hefst í fjarnámi í október), Fyrsta hjálp 1 og Fjallabjörgun 1.


Dagskrá:

  • 4. sept.   Almennur fundur
  • 8. sept.   Göngur
  • ? sept.    Endurskinsmerki
  • 26. sept. Námskeið í Fyrstu hjálp 1.
  • 21. okt    Öryggi við sjó og vötn (Fjarnám, fyrirlestur í Félagsborg)

Við minnum líka á fjarnámið sem hefst í lok september, það má skoða hér.

Lesa meira

Fatakaup

Nýr listi er kominn niður í 66°N og þeim sem vantar hefðbundinn klæðnað geta núna reddað sér sjálfir líkt og með kaup á Peysum.
Smellið á þennan hlekk og þá viti þið hvað þarf að gera.. =)

Lesa meira

Almennur fundur

Fyrsti almenni fundur haustsins verður haldin eftir viku, sunnudag kl 20:30 í Bangsabúð. Það verður ýmislegt til að ræða um og plana fyrir veturinn og eftir sumarið s.s. Handverkshátiðin, námskeið, Íþróttahúsið, Landsæfing, fjallabjörgun, fyrstahjálp, nýliðar og staðan á flokkunum okkar.

Kveðja Stjórnin
Lesa meira
Frá Melgerðismelum

F2 Gulur, Útkall í Eyjafjarðarsveit

Hjálparveitin Dalbjörg auk annara viðbragðsaðila voru kölluð út rétt fyrir níu í morgun vegna lítillar flugvélar sem átti í vandræðum. Flugmenn vélarinnar kölluðu eftir aðstoð þar sem þeir voru á ferð í Eyjafirðinum í morgun. Flugstjórnarklefinn fylltist af reyk og þurftu mennirnir að drepa á vélinni og rjúfa straum.

Ákváðu flugmenninrir að svífa vélinni að Melgerðismelum og lentu henni þar 10 mín seinna heilu á höldnu.

Lesa meira

Stóra helgin..

Þá er komið að fjörinu..
Á fimmtudag verður stóri dagurinn þar sem að við þurfum að klára allt útisvæðið og þurfum allan þann mannskap sem getur mætt. Þeir sem eru búnir að lofa sér eru, Pétur, Raggi, Snorri, Hemmi, Tómas, Hlynur, Kolla, Elsa, Ingi, Júlíus, Gummi, Jói Jak, Elmar?, Stefán, en það mætti fá nokkra í viðbót, byrjum kl 8:00.

Sjúkragæslan ca. 12-18:30
Föstudagur Pétur/
Laugardagur Viðar/Ólöf
Sunnudagur Sunna/Gulla/Ólína
Mánudagur Massa/Helgi

Grill laugard. ca.18-00
Viðar, Tómas, Ragnar, Hemmi?, Elmar, Smári, Eiður, Ólöf.

Mánudagskvöld
Allir sama hvort menn eru í unglingadeils, virkir, óvirkir, þreyttir eða með spangir.. Allir að mæta kl 18.
Lesa meira

Gæsla á tjaldsvæði

Jæja þá er að líða að tjaldstæðagæslu um versló. Um er að ræða 4 vaktir:
föstudagskvöld kl. 20:00-24:00 og svo 24:00 og fram eftir nóttu
laugardagskvöld frá 23:00 og fram eftir nóttu
sunnudagskvöld frá 23:00 og fram eftir nóttu.

Ég vil biðja þá sem geta tekið að sér vaktir að skrá sig hérna í athugasemdir eða hringja / senda sms til Gullu 8699380 og endilega þeir sem alls ekki geta tekið vaktir að láta vita líka.
Um að gera að skrá sig og jafnvel para sig saman ef þið viljið vera með einhverjum sérstökum á vakt.

Hlakka til að heyra frá ykkur gott fólk

Kveðja
Gulla
Lesa meira
Aðstoð við Urðarvötn

Aðstoð við Urðarvötn

Þrír félagar fóru á Dalbjörg 1 seinnipartinn í gær til að aðstoða ferðalang sem var fastur á hálendinu. Ferðalangurinn, Svisslendingur hafði fest hjólið sitt í sandbleytu skammt sunnan við Urðarvötn og brotið af því kúplingshandfang.
Lesa meira

Námskeið komandi vetrar og ný könnun!

Ný könnun var að líta dagsins ljós - endilega takið þátt og lesið fréttina um handverkshátíðina - þetta er svo skemmtilegt ef allir eru með!

Einnig er komin ný frétt um samstarfssamning við Olís hér neðar, lítið á hana!

Nú hefur líka verið sett inn námskeiðadagskrá komandi vetrar undir "Námskeið" hér til vinstri. Endilega skoðið þetta í tíma og hafið samband við stjórn ef þið óskið eftir einhverjum námskeiðum til okkar næsta vetur. Í þessu samhengi minnum við á reglur fyrir útkallslistana okkar, sem allir þurfa að taka til greina.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is