• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Eldur í Eyjafjarðarsveit

Eldur í Eyjafjarðarsveit

Slökkvilið Akureyrar og Lögregla voru kölluð út að bænum Nesi í Eyjafirði á fjórða tímanum í gær. Var tilkynnt um eld innan dyra á bænum og talsverðan reyk. Hjálparlið Dalbjargar var þegar ræst út og var það mætt á staðinn með vatnsöflunarbúnað sinn á undan slökkviliði. 

Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjörg verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20 í Sólgarði.  Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar.

Kveðja stjórnin.

Lesa meira
Stóra Dalbjargarferðin

Stóra Dalbjargarferðin

Þá er komið að "stóru" Dalbjargarferðinni en hún verður farin næstu helgi 25-27 mars. Lagt verður af stað frá Akureyri (leiru) kl 16:30 og haldið í átt að Vopnafjarðarheiði. Stefnan er síðan að eyða helginni á Haugsöræfum og gist á svæðinu. Þeir sem ætla með verða að skrá sig hér fyrir þriðjudagskvöld, matur á laugardagskvöld og gisting tvær nætur kostar 5000 á mann. Þeir sem ætla á einkabílum mega láta vita.

Þeir sem vilja frekari upplýsingar geta talað við Eið eða Eystein.

Lesa meira
Útkall  vegna foks.

Útkall vegna foks.

Hjálparsveitin Dalbjörg var kölluð út um hálf níu leitið í morgun vegna þaks sem var að fjúka á bænum Litla-Garði í Eyjafjarðarsveit. Þakplötur voru farnar að týnast af hlöðu sem nýtt er sem hesthús og tamningaraðstaða á bænum. Ábúandi hafði náð að hefta frekara fok áður en að björgunarsveitin kom á staðinn en þá gekk á með miklum byljum. Það tók björgunarsveitarmenn 3 tíma að koma þakplötum á sinn stað aftur og tryggja frekara fok.

Lesa meira

Dagskrá í mars

Hérna kemur loksins dagskrá fyrir mars.

5. mars         Afmæli Dalbjargar
6. mars         Fundur
7. Mars          Svalbó íþróttahús kl. 20:30
11-13 mars  Endurmenntunarhelgi (féll niður) 
14. mars       Svalbó íþróttahús kl. 20:30
                       (Bubbi fer á Hiace frá leiru kl 20:15)
18. mars       Keilukvöld
                       (Viðar pantar brautir, skrá sig hjá honum fimmtudagskv.)
25-27 mars  Stóra Dalbjargarferðin (Eysteinn og Helga skoða skipulag)
28. mars       Svalbó íþróttahús kl. 20:30
                       (Bubbi fer á Hiace frá leiru kl 20:15)
Lesa meira
Haukur Ívars og Magnús Viðar komu færandi hendi.

Vel heppnaður dagur.

Síðastliðinn laugardag var opið hús í Bangsabúð á afmælisdegi Dalbjargar 5. mars en sveitin var stofnuð þann dag 1983. Þar var "nýji-gamli" bíllinn okkar formlega tekinn í notkun aftur en hann er nýkomin úr alsherjar uppfærslu hjá Hlyni og Inga en meðal annars breyttu þeir félagar honum fyrir 46" dekk, settur í hann lógír ofl.
Lesa meira
Nýjir bolir fyrir okkur og unglingadeild. =)

Afmælishelgin og fundur

Þá er allt að verða klárt fyrir helgina!!

Það eiga allir að mæta í Bangsabúð kl. 13 á laugardag þá verður tekin hópmynd af okkur og tækjum með húsnæðið í baksýn, mikilvægt að allir mæti í rauðupeysunum sem að eiga hana. Eftir myndatöku verður klárað að undirbúa og allt haft klárt þegar gestir mæta til okkar í kaffi á opna deginum sem er frá 14:30-17. Endilega hvetjið alla til að mæta til okkar í heimsókn. =)

Lesa meira
Held að það sé ca. svona súpa.. =)

Kjötsúpukvöld

Í tilefni afmælisins og opna dagsins þá ætlum við að hittast í Félagsborg á Hrafnagili á laugardagskvöldið kl. 19:30. Þar verður boðið upp á Gúllassúpu en þið verðið sjálf að koma með drykki. =) 
Skráning þarf að berast fyrir hádeigi á föstudag, hér í athugasemdum eða hringja í Pétur.

Lesa meira
Dalbjörg býður þér í heimsókn

Dalbjörg býður þér í heimsókn

Kæru vinir og velunnarar!

Þann 5. mars verður Hjálparsveitin Dalbjörg 28 ára og einnig ætlum við að taka nýjan og endurbættan björgunarsveitarjeppa okkar í notkun.

Af því tilefni verður opið húsí Bangsabúð við Steinhólafyrir sveitunga og velunnara á afmælisdaginn okkar, laugardaginn 5. mars, frá kl. 14:30-17:00. Við viljum bjóða þér að koma og kynna þér starfsemi hjálparsveitarinnar, auk tækja og búnaðar.

Lesa meira
Unglingadeild

Unglingadeild

Á morgun 25 feb. ætlar unglingadeildin að hittast og telja flöskur og dósir sem áskotnuðust á Þorrablótinu. Við ætlum að gera okkur glaðan dag í kringum þessa skemmtilegu vinnu og þegar talningu og flokkun er lokið ætlum við að skella okkur í Sund, fá okkur flatbökur og kíkja svo í Keilu. Í Unglingadeildinni okkar eru skráðir 13 hressir og duglegir unglingar og hefur starfið í vetur verið skemmtilegt.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is