Flýtilyklar
Fréttir
Eldur í Eyjafjarðarsveit
Slökkvilið Akureyrar og Lögregla voru kölluð út að bænum Nesi í Eyjafirði á fjórða tímanum í gær. Var tilkynnt um eld innan dyra á bænum og talsverðan reyk. Hjálparlið Dalbjargar var þegar ræst út og var það mætt á staðinn með vatnsöflunarbúnað sinn á undan slökkviliði.
Aðalfundur
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjörg verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20 í Sólgarði. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar.
Kveðja stjórnin.
Stóra Dalbjargarferðin
Þá er komið að "stóru" Dalbjargarferðinni en hún verður farin næstu helgi 25-27 mars. Lagt verður af stað frá Akureyri (leiru) kl 16:30 og haldið í átt að Vopnafjarðarheiði. Stefnan er síðan að eyða helginni á Haugsöræfum og gist á svæðinu. Þeir sem ætla með verða að skrá sig hér fyrir þriðjudagskvöld, matur á laugardagskvöld og gisting tvær nætur kostar 5000 á mann. Þeir sem ætla á einkabílum mega láta vita.
Þeir sem vilja frekari upplýsingar geta talað við Eið eða Eystein.
Útkall vegna foks.
Hjálparsveitin Dalbjörg var kölluð út um hálf níu leitið í morgun vegna þaks sem var að fjúka á bænum
Litla-Garði í Eyjafjarðarsveit. Þakplötur voru farnar að týnast af hlöðu sem nýtt er sem hesthús og tamningaraðstaða á
bænum. Ábúandi hafði náð að hefta frekara fok áður en að björgunarsveitin kom á staðinn en þá gekk á með
miklum byljum. Það tók björgunarsveitarmenn 3 tíma að koma þakplötum á sinn stað aftur og tryggja frekara fok.
Dagskrá í mars
Hérna kemur loksins dagskrá fyrir mars.
5. mars Afmæli Dalbjargar
6. mars Fundur
7. Mars Svalbó íþróttahús kl. 20:30
11-13 mars Endurmenntunarhelgi (féll niður)
14. mars Svalbó íþróttahús kl. 20:30
(Bubbi fer á Hiace frá leiru kl 20:15)
18. mars Keilukvöld
(Viðar pantar brautir, skrá sig hjá honum
fimmtudagskv.)
25-27 mars Stóra Dalbjargarferðin (Eysteinn og Helga skoða skipulag)
28. mars Svalbó íþróttahús kl. 20:30
(Bubbi fer á Hiace frá leiru kl 20:15)
Vel heppnaður dagur.
Afmælishelgin og fundur
Þá er allt að verða klárt fyrir helgina!!
Það eiga allir að mæta í Bangsabúð kl. 13 á laugardag þá verður tekin hópmynd af okkur og tækjum með húsnæðið í baksýn, mikilvægt að allir mæti í rauðupeysunum sem að eiga hana. Eftir myndatöku verður klárað að undirbúa og allt haft klárt þegar gestir mæta til okkar í kaffi á opna deginum sem er frá 14:30-17. Endilega hvetjið alla til að mæta til okkar í heimsókn. =)
Kjötsúpukvöld
Í tilefni afmælisins og opna dagsins þá ætlum við að hittast í Félagsborg á Hrafnagili á laugardagskvöldið kl. 19:30.
Þar verður boðið upp á Gúllassúpu en þið verðið sjálf að koma með drykki. =)
Skráning þarf að berast fyrir hádeigi á föstudag, hér í athugasemdum eða hringja í Pétur.
Dalbjörg býður þér í heimsókn
Kæru vinir og velunnarar!
Þann 5. mars verður Hjálparsveitin Dalbjörg 28 ára og einnig ætlum við að taka nýjan og endurbættan björgunarsveitarjeppa okkar í notkun.
Af því tilefni verður opið húsí Bangsabúð við Steinhólafyrir sveitunga og velunnara á afmælisdaginn okkar, laugardaginn 5. mars, frá kl. 14:30-17:00. Við viljum bjóða þér að koma og kynna þér starfsemi hjálparsveitarinnar, auk tækja og búnaðar.