• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Pakkapakka...

Pakkapakka...

Jæja, nú fer að líða að þessu... !

Eins og á undanförnum árum ætlum við að hafa pakkaleik á litlu-jólunum. Þeir sem vilja vera með verða að koma með einn pakka og svo verður spennandi að sjá hver fær hvaða pakka !

Við ætlum að miða við 1000 krónurnar í ár - gjöfin á ekki að kosta meira en það.
Lesa meira

Jólagleði Dalbjargar

Nú er hafin skráning á jólagleði Dalbjargar. Hún verður haldin í Funaborg þann 4. desember næstkomandi. Húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá hefst kl. 19:30.

Skráningin stendur til þriðjudagskvöldsins 30. nóvember og hvetjum við alla til að skrá sig! Hægt er að skrá sig hér í athugasemdum, eða hringja í Sunnu í síma 8654926.

Kveðja

Jólanefndin ógurlega. 

Lesa meira
Varðstjóri og reykkafarar

Slökkviliðsæfing við Torfufell

Slökkvilið Akureyrar og Hjálparlið Dalbjargar hélt seinni samæfingu af tveimur í gær við Torfufell í Eyjafjarðarsveit. Markmið æfinganna var tvíþætt annarsvegar þar sem að reyndi á stjórnunarþætti eins og aðkomu, skipulag og samskipti og hinsvegar á slökkvistörf þá aðalega reykköfun og vatnsöflun.

Lesa meira
Trommusláttur.... dururumm...

Trommusláttur.... dururumm...

Jólanefndin ógurlega hefur ákveðið að halda hina frábæru jólagleði laugardaginn 4. desember (næstkomandi, semsagt fyrir páska). Að venju verður hún í Funaborg og auðvitað svaka flott :-)

Skráning og fleira auglýst síðar.

 

Kveðja

Jólanefndin ógurlega.

Lesa meira
Jólagleði á næsta leyti

Jólagleði á næsta leyti

Þessi mynd af Jólanefnd Dalbjargar barst í dag þannig að það fer ekki á milli mála að það verður gríðar flott gleði þetta árið.

 

Lesa meira
Hugmyndir eru uppi um klifurnámskeið :-)

Námskeið vetrarins

Nú er búið að skella inn nýrri síðu um námskeiðin sem okkur langar að halda í vetur. Eins og komið hefur fram á fundum ætlum við að einbeita okkur að því að sem flestir mæti á Endurmenntunarhelgina á Dalvík 11.-13. mars 2011.
Lesa meira

Hittingur á miðvikudagskvöld

Við ætlum að vera með hitting á miðvikudagskvöldið fram í Bangsabúð kl 20. Þar ætlum við að fara yfir búnað og laga aðeins til í húsinu okkar. Smári ætlar að verkstýra norður enda og sleðadótinu. Víðir eldhúsmella og fundarsal og Pétur suðrí búnaðargeymslu.

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja Stjórnin.

Lesa meira
Samæfing á svæði 11

Samæfing á svæði 11

Laugardaginn 13. nóvember verður sameiginleg æfing björgunarsveita á svæði 11. Æfingin hefst kl 9 um morguninn og mun standa fram eftir degi. Verkefni verða fjölbreytt og við allra hæfi og er því um að gera að taka daginn frá.
Lesa meira
Dælubíll og tankbíll Slökkviliðsins

Slökkviliðsæfing í Torfufelli

Slökkvilið Akureyrar hélt eina af tveimur haustæfingum sínum fyrir varðlið sitt og Hjálparlið Dalbjargar í gær. Æfingin var haldin á bænum Torfufelli í Eyjafjarðarsveit þar sem var æfð aðkoma og skipulag við bruna í útihúsum.

Lesa meira

Fundur á sunnudag

Um helgina er fyrsti sunnudagurinn í nóvember og þar af leiðandi fundur í Bangsabúð kl 20:30, húsið opnar kl 20. Meðal efnis á fundinum er dagskrá mánaðarins, samæfing á svæði 11. þar næstu helgi og margt fl. Þeir sem eiga eftir að fá peysurnar sínar eiga endilega að mæta og sækja þær.

Kveðja Stjórnin.

Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is