• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Aðstoð við Eyvindastaði

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar um kl 16 í dag við að ná bíl upp úr gilinu við Eyvindarstaði. Var farið á báðum bílum sveitarinnar og gekk vel að spila bílinn sem var stór amerískur pallbíll upp úr gilinu.
Lesa meira
Mannbroddar og ísöxi

Mannbroddar og ísöxi

Við erum búin að fá tilboð í mannbrodda og ísöxi fyrir björgunarsveitina. Félögum á útkallsskrá býðst að kaupa brodda á 9000 kr. og gönguísöxi á 11000 kr. 

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta frábæra verð er bent á að skrá sig hérna svo að við getum farið að ganga frá þessu.
Lesa meira
Aðstoð við að ná kindum.

Aðstoð við að ná kindum.

Hjálparsveitin fór aftur í dag inn á Sölvadal en í gær sást til nokkura kinda þar. Farið var á hjálparsveitar jeppa og pallbíl ásamt nokkrum léttfættum bændum. Kindurnar voru handsamaðar og fluttar til eiganda sinna.
Lesa meira
Aðstoð vegna hesta

Aðstoð vegna hesta

Hjálparsveitin var beðin um aðstoð við að ná nokkrum hestum sem voru inn á Sölvadal í dag. Hlynur og Ingi fóru á báðum jeppunum okkar og ferjuðu bændur inn að Hrauná  þar sem hestarnir héldu til. Gekk vel að reka stóðið heim norður með ánastaðafjalli og yfir hjá Eyvindarstöðum.
Lesa meira

Almennur fundur

Þá er komið að því... Fyrsti almenni fundur ársins 2012, hann verður haldinn annaðkvöld kl 20:30 í Bangsabúð. Húsið opnar að venju kl 20 og er margt skemtilegt sem við þurfum að ræða og skoða.
s.s.
  • útkoma úr flugeldasölu.
  • útkoma úr blaðaútgáfu
  • útköll
  • hópkaup á broddum og ísexi
  • ferðir á næstunni
  • sleðamessa
  • og fleira áhugavert.

Hlökkum til að sjá ykkur Stjórnin.
Lesa meira
Grettir og hrúturinn Hreinn

Kindaleiðangur í morgun.

Eins og það nú er þá eru verkefni Björgunarsveita misjöfn eins og þau eru mörg. Bændur í Eyjafirði sáu til kinda á tveimur stöðum í gær og óskuðu eftir aðstoð Hjálparsveitarinnar Dalbjargar við ná þeim og koma þeim til byggða.
Lesa meira
Hjálpaðu okkur svo við getum hjálpað þér!

Flugeldamarkaðurinn Hrafnagilsskóla.

Þrettándasala verður í Bangsabúð.

Föstudag 12-16

Sími 867-8586
Lesa meira
Mikill raki og tjón af hans völdum

Útkall í Reykárhverfi

Hjálparsveitin Dalbjörg var kölluð út um kl. 18 í kvöld í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit. Þar hafði orðið mikið vatnstjón innandyra í íbúðarhúsi þegar að heitt vatn flæddi um öll gólf.
Á annan tug björgunarsveitarmanna vann við að forða búslóð íbúanna úr húsinu út í bíla og flytja það í annað húsnæði.

Lesa meira
Dalbjargarblað 2011

Dalbjargarblað 2011

Nýja blaðið kom úr prenntun 22 des og núna er langt komið með að dreyfa því. Eins og sjá má er breyting á blaðinu frá því sem verið hefur enda er kominn nýr ritstjóri, viljum við óska Sunnu til hamingju með gott blað. Þeim sem vantar blað geta nálgast það hjá mér eða Snorra.
Allir að vera duglegir að dreyfa blaðinu á vinnustaðinn sinn, til vina og ættingja..

Blaðið á netinu.
Lesa meira
Flugeldasalan hefst á morgun

Flugeldasalan hefst á morgun

Þá er komið að flugeldasölunni og verður hún eins og verið hefur í Hrafnagilsskóla. Salan hefst á morgun kl 13 og stendur fram til kl 16 á Gamlársdag.

Núna þurfa félagar að vera duglegir að aðstoða við söluna og verður Hermann yfir henni eins og áður.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is