• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Aðstoð við Ánastaði

Hlynur sótti gangnamann í Ánastaði, hún hafði meitt sig á hendi en vel gekk að koma henni til byggða.
Lesa meira

Fyrsti almenni fundur vetrarins

Sæl öll!

Við viljum byrja á því að þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum við vinnu á Handverkshátíðinni, þetta var svaka fjör og þið voruð ægilega dugleg :)

Fyrsti almenni fundur vetrarins verður haldinn sunnudaginn 2. september í Bangsabúð kl. 20:30. Húsið opnar kl. 20:00. 

Á dagskrá verða umræður um Handverkshátíð, punktasöfnun þeirra sem unnu við hana, haustferð, námskeið vetrarins og sitthvað fleira. 

Vonumst til að sjá sem flesta!

Kveðja
stjórnin.
Lesa meira

Aðstoð við Laugarfell

Ingi og Kristján fóru með olíu á Ford-bíl sem staddur var suður undir Laugarfelli. 
Lesa meira

Allt klárt fyrir Handverk.

Þetta var rosalegur dagur í dag. Má hiklaust hrósa mönnum fyrir að hafa komið tjöldunum heilum upp í þessu roki.. Það er allt að verða klárt og búið að manna allt um helgina þó það mætti sjá fleiri í grillinu. Ég vil biðja menn að skoða vel hvenær þeir eiga að mæta svo við lendum ekki í veseni.. Gleðilega Handverkshátíð félagar..
Lesa meira
Handverkshátíð-handverkshátíð!

Handverkshátíð-handverkshátíð!

Halló þið öll

Það vantar enn á einhverjar vaktir yfir helgina, t.d. á föstudaginn og svo líka í grillið á laugardagskvöldið svo þið megið endilega láta í ykkur heyra með það (setjið þá athugasemdir á fréttina hér að neðan). 

Samherjar hafa beðið okkur um að taka þátt í bakstri fyrir helgina og það eru aðallega gulrótarkökur sem vantar. Hér fyrir neðan er uppskrift sem má nota, en hún passar í eina skúffu. Flott er ef hver getur komið með 1-2 skúffur og þá má láta Sunnu vita (8654926) helst fyrripartinn á morgun.

Þessi kaka er EKKI flókin, ég hef bakað hana sjálf og þá geta allir það :)
Lesa meira

HANDVERKSHÁTÍÐ

Nú styttist í Handverkshátíðina og núna þurfum við á öllum að halda til að hjálpa til. Þetta er stærsta fjáröflun sveitarinnar og mikilvægt að menn gefi sér smá tíma til að sinna þessu.

Þetta byrjaði föstudaginn 20 júlí við uppsetningu. Ég er búinn að tala við all marga og búinn að setja menn á vaktir í meðfylgjandi skjali.. Núna vantar mig fleiri til að skrá sig og þá sérstaklega á gæsluvaktir.

Lesa meira

Versló Nálgast !!!

Jæja félagar þá nálgast versló og tjaldstæðagæslan.
Það er búið að manna allar vaktir en það vantar einn á bakvakt öll kvöldin.
Við höfum hugsað okkur að hafa einn til taks öll kvöldin ef á þarf að halda og ef einhver er til í að taka það að sér eitt kvöld eða fleiri þá má endilega hafa samband við mig Gullu í 8699380 eða skrifa það hérna á síðuna.

Lesa meira

Vel heppnaður fjölskyldudagur

Það voru á milli 20-30 manns sem skemmtu sér konunglega í veðurblíðunni í Grundarreitnum í dag. Við fórum í skemmtilegan ratleik sem Helga og Sunna skipulögðu, þar sem sigurliðið fékk sápukúlur í verðlaun og auðvitað blésu börnin sápukúlur þar til allt var búið. Jói Jak og fjölskylda komu með grill og allir nutu matarins í þessu frábæra veðri sem við fengum. 

Þessi reitur er paradís sem maður var búinn að gleyma. 

En ein spurning (og þið sem voruð á fjölskyldudeginum megið ekki svara): 
Hvað heitir hóllinn í Grundarreitnum og hver er sagan á bak við hann?

Annars segjum við bara takk fyrir góðan dag :-)

Stjórnin.
Lesa meira

Fjölskyldudagur

Nú er stefnan að hafa fjölskyldudag á laugardaginn kl. 14:00 í Grundarreitnum (litli skógurinn á móti Grund ef einhver er ekki viss...). Stefnan er einfaldlega að eiga góðan dag saman, fara í leiki og grilla.

Hver fjölskylda kemur með á grillið og drykki fyrir sig og sína, grill verða á staðnum.

Veðurspáin er afbragðsgóð svo nú skulum við öll mæta með börn, maka, frænkur, frænda, afa, ömmur og hvað sem er og skemmta okkur saman.

Semsagt:

Staður: Grundarreiturinn

Tími:14:00 á laugardag

Útbúnaður: Viðeigandi föt og góða skapið :)

Lesa meira

Handverkshátíðarvinnutörn!

Heibb!

Smá áætlanabreyting!

Föstudagur 20. júlí kl. 19:00 - Mæting í Hrafnagilsskóla og sýningarkerfið sett upp í skólastofum. Einn punktur.

Laugardagur 21. júlí kl. 09:00 - Teppalagning og uppsetning á sýningarkerfi í íþróttasal. Tveir punktar ef allur dagurinn.




Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is