Flýtilyklar
Fréttir
Handverkshátíðarfundur á morgun!
16.07.2012
Jæja!
Lesa meira
Þá er komið að því að hefja undirbúning að Handverkshátíðinni fyrir alvöru. Nú verður hátíðin
haldin í 20. skiptið og af því tilefni verður gerð heimildarmynd um hátíðina. Þess vegna biðjum við alla sem mæta í vinnu
og annað í sambandi við hátíðina að vera í bolum og peysum merktum hjálparsveitinni.
Við byrjum á undirbúningsfundi sem haldinn verður í Félagsborg, mánudagskvöldið 16. júlí kl. 20:00. Þangað
verða allir að mæta sem ætla að taka þátt í hátíðinni (sem þýðir auðvitað að allir virkir félagar
mæta, ekki satt?) :)
Svo verður teppalagning á fimmtudagskvöldið og áframhaldandi vinna um helgina, svo endilega mætið á morgun!
Kveðja
stjórnin.
Hálendisgæsla
03.07.2012
Sælir félagar
Lesa meira
Okkur barst erindi frá SL varðandi hálendisvaktina í sumar, en það vantar enn að manna fjórar vikur: Sprengisandur 13.-20. júlí og svo
Kjölur, Sprengisandur og Fjallabak 3.-10. ágúst.
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga - það á að láta vita í síðasta lagi annað kvöld.
Athugið samt að þið þurfið að hópa ykkur saman 3 í hóp. Einnig er leyfilegt að fara með einhverjum öðrum hóp eða
taka part úr viku.
Kveðja, stjórnin.
Almennur fundur 1. júlí
26.06.2012
Almennur fundur verður haldinn sunnudaginn 1. júlí.
Lesa meira
Á fundinum verður m.a. rætt um handverkshátíð, hálendisgæslu o.fl.
Allir eiga að koma með kökur því að Sunna á afmæli :-)
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórnin
Tjaldsvæðagæsla OG kassaklifur
12.06.2012
Jæja þá er ég búin að funda með Ingibjörgu og vaktirnar á tjaldsvæðinu verða eftirfarandi:
Lesa meira
Föstudagskvöld frá 22 og laugardagskvöld frá 22
Ingibjörg óskaði eftir því að vaktirnar stæðu til allavega 3 og lengur ef þarf.
Nú vantar mig bara fólk á þessar vaktir og þar sem þetta er ekki mjög langur tími þá verður bara ein vakt hvort
kvöldið.
Mig langar að biðja ykkur að skrá ykkur hér að neðan eða hringja í mig í síma 8699380 eða senda mér sms og láta vita
og munið að það er mjög gott að fá að vita hverjir komast alls ekki svo ég fari ekki að hringja í þá aðila.
Einnig er kassaklifur á meðan á Kvennahlaupinu stendur þann 16. júní og þeir sem vilja vera með í því mega líka
skrá sig hér.
Jæja endilega taka að sér vakt á þá verður þetta létt og skemmtilegt ;)
kv Gulla
Tjaldstæðagæsla!
07.06.2012
Sælir Félagar
Helgina 15-17 júní verðum við með gæslu á tjaldsvæðinu við Hrafnagilsskóla einsog síðustu ár.
Mig langar til að biðja ykkur kæru félagar að hafa þetta bakvið eyrað og leggja hönd á plóg ef þið getið. Margar hendur vinna létt verk og því fleiri sem taka þátt því styttri tíma þarf hver og einn að vera. Ég mun fara á fund næstkomandi mánudag með forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar og þá kemur í ljós betur hvernig vaktirnar verða en við reiknum með að þetta verði svipað og síðustu ár.
endilega allir að taka frá smá tíma og taka vakt í góðum félagsskap og ekki væri nú verra ef fólk paraði sig saman á vaktir ;)
kv Gulla
Lesa meira
Helgina 15-17 júní verðum við með gæslu á tjaldsvæðinu við Hrafnagilsskóla einsog síðustu ár.
Mig langar til að biðja ykkur kæru félagar að hafa þetta bakvið eyrað og leggja hönd á plóg ef þið getið. Margar hendur vinna létt verk og því fleiri sem taka þátt því styttri tíma þarf hver og einn að vera. Ég mun fara á fund næstkomandi mánudag með forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar og þá kemur í ljós betur hvernig vaktirnar verða en við reiknum með að þetta verði svipað og síðustu ár.
endilega allir að taka frá smá tíma og taka vakt í góðum félagsskap og ekki væri nú verra ef fólk paraði sig saman á vaktir ;)
kv Gulla
Girðingavinna
01.06.2012
Nú er komin dagsetning á girðingavinnuna - miðvikudagskvöldið 6. júní. Allir sem vettlingi geta valdið mega skrá sig hér fyrir
neðan.
Lesa meira
Nánari tímasetning og mætingarstaður auglýst þegar nær dregur.
Mæðuveikisgirðing, kassaklifur o.fl.
30.05.2012
Hallóhalló!
Lesa meira
Nú fer að líða að því að við förum í mæðuveikisgirðinguna svo við viljum biðja fólk um að hafa
næstu eða þarnæstu helgi í huga varðandi það.
Við ætlum að sjá um kassaklifur í Kvennahlaupinu við Hrafnagilsskóla þann 16. júní nk. þannig að þeir sem hafa
áhuga á því að hjálpa til mega endilega hafa samband við Sunnu.
Hafið það annars gott í sólinni :-)
Námskeið vegna Hálendisvaktar
30.05.2012
Námskeiðið verður haldið á Stórutjörnum 3. júní 2012 kl. 20-22 og er fyrir þátttakendur Hálendisvaktar björgunarsveita
sumarið 2012.
Lesa meira
Farið verður yfir skipulagið, húsnæðismál, fjarskiptaskipulag, verklag og fleira. Nauðsynlegt að allir þátttakendur mæti en algert
skilyrði að hópstjórar komi.
Skráning HÉR
Skráning HÉR
Ný stjórn og almennur fundur
02.05.2012
Aðalfundur Dalbjargar var haldinn þann 19. apríl í Sólgarði. Á fundinum var Haraldur Þór Óskarsson kosinn formaður og Sunna
Axelsdóttir kom inn í stjórn sem ritari.
Lesa meira
Á sunnudag verður svo almennur fundur haldinn í Bangsabúð og húsið opnar kl. 20. Umfjöllunarefni verða m.a. handverkshátíðin,
sumardagskráin og fleira. Auðvitað verður kaffi og með því á boðstólnum.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Kveðja stjórnin.
Aðalfundur!
19.04.2012
Minni á Aðalfundinn okkar í kvöld kl 20:30 í Sólgarði. Húsið opnar kl 20:00 frábærar veitingar í boði ;)
Lesa meira
Hlökkum til að sjá ykkur ;)