• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Lokaskráning á samæfingu

Það muna allir eftir samæfingunni er það ekki?

Lokaskráning hópa verður mánudaginn 22. október.

Lesið meira...

Lesa meira

Samæfing 27. október 2012

Góðan dag

Eins og þið vitið sennilega öll munum við í Dalbjörg halda samæfingu laugardaginn 27. október. Æfingin mun hefjast um kl. 15 eða 16 og standa til ca 20, en nánari tímasetningar koma síðar. Eftir æfingu verður boðið upp á mat en nesti á meðan æfingu stendur sjá félagar um sjálfir.

Lesa meira

Fræðsluerindi um einelti

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 11. október kl 16:30-18:00 í Félagsheimilum KFUM og KFUK Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Aðildarfélagar eru hvattir til að fjölmenna og nýta sér þetta tækifæri.
Lesa meira
Bjarney og 5 bekkur

Endurskinsmerki

Þriðjudaginn 2. okt fóru Guðlaug og Bjarney með endurskinsmerki og bókamerki frá Landsbjörg í Hrafnagilsskóla og Leikskólann Krummakot. Krakkarnir voru mjög ánægð með þessa heimsókn og fengu vonandi allir endurskinsmerki við sitt hæfi. Við mælum auðvitað með því að krakkarnir noti merkin því þau eru bráðnauðsynleg í myrkri og geta komið í veg fyrir slys. Krakkarnir í 5 bekk kíktu svo með okkur út og skoðuðu Dalbjörg 1 og við fengum að smella nokkrum myndum af þeim. Leikskólakrakkarnir voru hissa að sjá þennan stór bíl koma inná planið og voru mjög forvitin um þennan risa bíl og fengu líka að skoða og mynd af sér með bílnum.


Lesa meira

Samæfing á svæði 11

Jæja kæru félagar

Nú er búið að ákveða dagsetningu fyrir samæfinguna sem við ætlum að halda fyrir björgunarsveitir á svæði 11, en hún verður laugardaginn 27. október. Við erum byrjuð að vinna í því hver verkefnin verða og allir sem hafa hugmyndir mega endilega hafa samband við Sunnu og koma þeim á framfæri. 

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að taka daginn frá og vera með, því að við þurfum auðvitað umsjónarfólk og sjúklinga í hvert verkefni.

Frekari tímasetning og skipulag verður sent út síðar í mánuðinum. 

Kveðja
stjórnin.
Lesa meira
Auglýsing

Vilt þú starfa með björgunarsveit?

Hvetjum fólk sem hefur áhuga á að starfa með eða kynna sér starf Dalbjargar að koma á Kynningafund 7. október kl 20:30 í Bangsabúð.
  
Hér er slóð fyrir þá sem að ekki rata til okkar.. SLÓÐIN
Lesa meira
Grafið eftir kindum við Baldursheim

Útköll og annir síðustu daga

  Enginn hefur farið varhluta af því sem gengið hefur á hér allt í kringum okkur síðustu daga. Björgunarsveitir og bændur hafa leitað eftir fé víða og höfum við í Dalbjörg tekið þátt í því á fullu.
   
   Um 20 manns hafa tekið þátt í þessum útköllum frá okkur og skilað yfir 480 vinnustundum. Tækin okkar hafa verið keyrð yfir 3200 km þessa daga. Auk okkar tækja höfum við fengið að láni breyttan jeppa, tvo snjósleða, kerrur og síðan fengum við mikla hjálp frá Hjalta á Akri en hann flutti snjóbílinn fyrir okkur.
 
Lesa meira

Útkall og haustferð

Sjö félagar Dalbjargar fóru í útkall í leit að kindum austur í Mývatnssveit í dag, á sleðum og Dalbjörg 2. Verið er að manna annan hóp til þess að fara kl. 7 í fyrramálið og má fólk endilega láta Halla vita hvort það komist eða ekki.

Við vildum því láta vita af því að áætlanir um haustferð eru í biðstöðu, bæði vegna útkallsins og mikilla snjóa á því svæði sem ætlunin var að fara á. Nánari upplýsingar koma þegar staðan skýrist. 
Lesa meira
Maðurinn reyndist síðan vera hér.

Útkall vegna göngumanns

Um kl. 17:00 þann 5. september fóru fimm félagar Dalbjargar í útkall til hjálpar slösuðum göngumanni sem talið var að væri á Styttingi, leið milli Sprengisands og Laugarfells. 
Lesa meira

Haustferð og fleira skemmtilegt

Sæl öll!

Á fundinum í gær var ákveðið að farið verður í haustferð helgina 14.-17. september. Ingi og Halli eru að skipuleggja ferðina og ef hægt er ætlum við að reyna að hafa þetta 4 daga ferð. Hugmyndin er að keyra í Laugarfell á föstudegi og fara í suðurátt um helgina. Endilega takið helgina frá !

Við töluðum einnig um námskeið, samæfingu á svæði 11 og margt fleira.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is