• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Aðalfundurinn 18. apríl

Eins og flestir vita var aðalfundur Dalbjargar haldinn þann 18. apríl sl. í Félagsborg. 

Helst ber að nefna eftir fundinn að Sunna og Pétur gengu úr stjórn en Eiður og Kristján Hermann voru kosnir nýjir inn. Ný stjórn mun skipta með sér hlutverkum á fyrsta fundi og færa nýjar upplýsingar inn á síðuna. Varamenn eru Víðir og Ingvar. Haraldur og Höskuldur eru í húsnefnd og einnig var skipuð sumarnefnd til að sjá um skemmtilega viðburði í sumar; Bjarney, Eydís, Palli og Smári. 

Næst á dagskrá hjá okkur er sýning á búnaðinum okkar á sumardaginn fyrsta, þ.e. næsta fimmtudag á Melgerðismelum, síðan er flugslysaæfing þann 4. maí nk., almennur fundur 5. maí og Landsþing  og björgunarleikar 24.-26. maí. Svo þarf auðvitað að huga að Handverkshátíðinni - svo nóg er að gera. 


Lesa meira

Almennur fundur

Almennur fundur verður haldinn á sunnudaginn í Bangsabúð kl. 20:30. Rætt verður um flugslysaæfingu, björgunarleika, námskeið, sýndar myndir o.fl.

Hvetjum sem flesta til að mæta!

Stjórnin.

Lesa meira

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2013 - og almennur fundur 7. apríl

Fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00 verður haldinn aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2013. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
 
Fundurinn verður haldinn í Félagsborg. Kaffiveitingar verða á boðstólnum og hvetjum við sem flesta til að mæta, nýja sem eldri félaga.
 
Stjórnin.
 p.s. Almennur fundur verður haldinn 7. apríl!

Lesa meira

Æfingaferðir um páskana

Nú um páskana hafa verið farnar tvær æfingaferðir af jeppahópnum okkar. 

Sú fyrri var farin laugardaginn 30. mars á Flateyjardal. Fjórir kappar fóru á báðum jeppum sveitarinnar og fengu reynsluminni ökumenn að spreyta sig stóran hluta ferðarinnar. Veðrið lék við þá og dagurinn lukkaðist mjög vel. 

Einnig var farin ferð ásamt félögum björgunarsveitarinnar á Dalvík inn á Skíðadal og dalina tvo inn af þeim á annan í páskum. Sjö manns fóru á Cruiser og einum einkabíl frá okkur ásamt fjórum félögum á tveimur jeppum Dalvíkurmanna. Veðrið var alveg frábært og var mjög gaman að koma á slóðir sem ekkert okkar hafði ekki komið á áður. Þökkum Dalvíkurfélögum kærlega fyrir daginn. 

Annars er aðalfundur næst á dagskrá, verður haldinn 18. apríl og auglýstur betur í vikunni.
Lesa meira

Páskaganga og ferð á Flateyjardal

Sæl öll

Eins og þið vitið er Páskagangan á morgun og vonumst við til að sem flestir mæti, hún byrjar kl. 10 og þið getið verið í sambandi við Stefán ef þið viljið hjálpa til. 

Annars kom upp hugmynd um að skreppa á Flateyjardal á laugardaginn. Þeir sem hafa áhuga á því að fara með í það geta haft samband við Halla, 8479844.

Hvort tveggja verður mjög skemmtilegt, endilega takið þátt !

Kveðja
stjórnin.
Lesa meira

Páskagangan, Tækjamótið o.fl.

Halló öll

Eins og flestir vita fór hópur frá okkur á Tækjamót Landsbjargar á dögunum og skemmtu sér gríðarvel við að finna nýjar leiðir í skála og margt fleira sem þau eiga eftir að skrifa um og setja inn á síðuna okkar við tækifæri. 

En að næsta máli, nú er komið að Páskagöngunni sem hefur verið fastur viðburður hjá okkur síðastliðin ár. Hún verður kl. 10 á föstudaginn langa eins og venjulega og í þetta skiptið ætla krakkarnir í unglingadeildinni að sjá um þetta og selja vöfflur og með því til að safna sér í sjóð. 

Það væri gaman ef sem flestir myndu mæta og ganga eða hjóla hringinn og auðvitað hjálpa til, en venjulega er keyrt hringinn á bílunum okkar og göngufólk sem vill ganga hluta úr hringnum getur fengið far í Bangsabúð. Ef þið getið mætt og hjálpað til megið þið endilega skrá ykkur hér í kommentum, og láta Stefán vita í síma 8678530. 

Vonandi sjáumst við sem flest á föstudaginn!
Kveðja, stjórnin.
Lesa meira

Tækjamót og afmælið okkar um helgina

Við viljum þakka öllum sem lögðu leið sína í Bangsabúð á laugardaginn kærlega fyrir komuna, þetta var yndislegur dagur í alla staði. Félögum okkar í Súlum þökkum við fyrir frábæra gjöf, nýja spelkusettið mun nýtast vel í nýju kerrunni okkar.

Við viljum einnig þakka þeim Dalbjargarfélögum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning dagsins, án ykkar hefði þetta ekki gerst!

En að öðru - Tækjamótið verður um næstu helgi og þeir sem ætla sér að fara eru beðnir að skrá sig hér. Farið verður seinnipart á fimmtudag.

Halli sér um undirbúning að Tækjamótinu og verður með undirbúningskvöld annað kvöld, þriðjudag, kl. 20 í Félagsborg. Þeir sem ætla í ferðina verða að mæta á undirbúningskvöldið. Ef það er ekki mögulegt verður að láta Halla vita í síma 8479844.

Þeir sem ætla að fara mega líka endilega láta vita af því hér í athugasemdum.

Lesa meira

Afmæli Dalbjargar

Lesa meira

Dalbjörg 30 ára

Kæru félagar

Eins og þið vitið væntanlega öll höldum við afmælisveisluna okkar á laugardaginn og hefjast herlegheitin kl. 14:30.

Mæting hjá okkur verður kl. 12:00, við þurfum að klára að taka til, raða upp tækjum og búnaði og gera allt klárt fyrir gestina okkar.

Megið endilega skrá ykkur hér fyrir neðan svo við vitum hve margir mæta.

Auðvitað mæta allir í rauðum peysum sem eiga!

Kveðja, stjórnin og nefndin.

Lesa meira

Almennur fundur, málningarkvöld og undirbúningur

Almennur fundur var haldinn í gær, sunnudag. Hér koma fréttir af því sem er næst á dagskrá hjá okkur.


Það helsta er auðvitað afmælið okkar á laugardaginn. Búið er að senda auglýsingu í Dagskrána og sveitapóstinn og verður þetta haldið frá kl. 14:30-17. Afmælisnefndin er búin að standa sig vel, kaupa allt sem þarf og skipuleggja fóður ofan í mannskapinn, en kvenfélagið ætlar auðvitað að bjarga okkur með það. 

Á morgun, þriðjudag, ætla Helga, Halli, Ólína og e.t.v. fleiri að mála bláa vegginn í Bangsabúð. Þeir sem vilja veita þeim félagsskap er það velkomið. 

Á miðvikudag er stefnan að hafa vinnukvöld og klára að taka til, það þarf að þrífa frammi í sal, forstofu og bóna gólfið inni í fundarsal. Mæting kl. 20:00, eða fyrr ef einhverjir geta. Skráið ykkur endilega í kommentum og segið líka til um hvort þið mætið á laugardaginn.

Við metum það svo á miðvikudaginn hvenær við röðum upp búnaðinum í salnum, e.t.v. verður það gert á föstudagskvöld / laugardagsmorgun. 

Svo er afmælið sjálft auðvitað á laugardaginn. Mæting verður kl. 13 í síðasta lagi og vonumst við auðvitað til að sjá sem allra flesta, þetta er jú afmælið okkar!

Fyrir fleiri fréttir af fundinum, smellið á fréttina.



Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is