Flýtilyklar
Fréttir
Aðalfundurinn 18. apríl
Almennur fundur
Almennur fundur verður haldinn á sunnudaginn í Bangsabúð kl. 20:30. Rætt verður um flugslysaæfingu, björgunarleika, námskeið, sýndar myndir o.fl.
Hvetjum sem flesta til að mæta!
Stjórnin.
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2013 - og almennur fundur 7. apríl
Fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00 verður haldinn aðalfundur
Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2013. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Fundurinn verður haldinn í Félagsborg. Kaffiveitingar verða á boðstólnum og hvetjum við sem flesta
til að mæta, nýja sem eldri félaga.
Stjórnin.
p.s. Almennur fundur verður haldinn 7. apríl!
Æfingaferðir um páskana
Páskaganga og ferð á Flateyjardal
Páskagangan, Tækjamótið o.fl.
Tækjamót og afmælið okkar um helgina
Við viljum þakka öllum sem lögðu leið sína í Bangsabúð á laugardaginn kærlega fyrir komuna, þetta var yndislegur dagur í alla staði. Félögum okkar í Súlum þökkum við fyrir frábæra gjöf, nýja spelkusettið mun nýtast vel í nýju kerrunni okkar.
Við viljum einnig þakka þeim Dalbjargarfélögum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning dagsins, án ykkar hefði þetta ekki gerst!
En að öðru - Tækjamótið verður um næstu helgi og þeir sem ætla sér að fara eru beðnir að skrá sig hér. Farið verður seinnipart á fimmtudag.
Halli sér um undirbúning að Tækjamótinu og verður með undirbúningskvöld annað kvöld, þriðjudag, kl. 20 í Félagsborg. Þeir sem ætla í ferðina verða að mæta á undirbúningskvöldið. Ef það er ekki mögulegt verður að láta Halla vita í síma 8479844.
Þeir sem ætla að fara mega líka endilega láta vita af því hér í athugasemdum.
Dalbjörg 30 ára
Kæru félagar
Eins og þið vitið væntanlega öll höldum við afmælisveisluna okkar á laugardaginn og hefjast herlegheitin kl. 14:30.
Mæting hjá okkur verður kl. 12:00, við þurfum að klára að taka til, raða upp tækjum og búnaði og gera allt klárt fyrir gestina okkar.
Megið endilega skrá ykkur hér fyrir neðan svo við vitum hve margir mæta.
Auðvitað mæta allir í rauðum peysum sem eiga!
Kveðja, stjórnin og nefndin.